Frakkar gætu dregið úr losun um helming – Lausnin er að helminga kjötneyslu

Ný rannsókn sýnir að Frakkar gætu náð markmiðum sínum um draga úr losun gróðurhúsalofttegunda með því að minnka kjötneyslu um helming. Á sama tíma stefna franskir bændur til Parísar á árlega landbúnaðarsýning þar og hafa vikum saman mótmælt harkalega vegna hækkandi kostnaðar við framleiðslu sína. 

Rannsóknin var gerð af frönsku næringarfræðisamtökunum og frönsku náttúruverndarsamtökunum. Í rannsókninni er sýnt fram á að vel gerlegt er fyrir fólk að uppfylla næringarþörf sína þrátt fyrir að kjötneysla þess væri helminguð. Ef af því yrði myndi það þýða að kolefnislosun frá matvælaiðnaðinum myndi dragast saman um á bilinu 20 til allt að 50 prósentum, eftir því hvernig tengdar breytingar á matarræði yrðu. 

Fast að því fjórðungur af losun Frakklands kemur frá matvælaframleiðslu, segir í rannsókninni, og 80 prósent losunar frá landbúnaði er vegna búfjárhalds. Frakkar hafa skuldbundið sig til að draga úr losun frá landbúnaði um 46 prósent árið 2050. 

Frönsk stjórnvöld vinna þessa dagana að áætlun um matvæli, næringu og loftslag. Þar er nú mælt með því að fólk neyti að hámarki 500 grömmum af rauðu kjöti á viku og 150 grömmum af verkuðu kjöti á viku. 

Í rannsókninni er ekki mælt með grænmetis matarræði eingöngu, en lagt til að fólk neyti að hámarki 450 gramma af kjöti, rauðu og öðru, vikulega. Auka ætti hlutfall ávaxta og grænmetis í matarræði, sem og bauna, hneta og heilkorna. 

Frakkar borða að meðaltali tvisvar sinnum meira kjöt en heimsmeðaltið er. Breyting þar á mun því þýða breytingar fyrir bændur. Alls óvíst er að þeir muni bregðast kátir við, í það minnsta gerðist það ekki þegar franska hagstofan lagði til að nautgripum í landinu yrði fækkað til að draga úr metanlosun. 

Í rannsókninni er hins vegar bent á að um 30 prósent af því kjöti sem Frakkar neyta sé innflutt. Því væri bæði hægt að ná því markmiði að draga úr kjötneyslu og á sama tíma að styrkja stöðu franskra bænda, með því að fólk velji kjöt af meiri gæðum og með uppruna í heimalandinu. 

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí