Ítalir flytja flóttamannavandann úr landi og koma upp búðum í Albaníu

Albanska þingið hefur samþykkt umdeildan samning við ítalska ríkið sem felst í því að tvær flóttamannabúðir verði settar upp í Albaníu og þangað fluttir hælisleitendur sem bjargað er á ítölsku hafsvæði. Meirihluti stjórnarþingmanna á albanska þinginu samþykkti samninginn á meðan stjórnarandstaðan sat hjá við atkvæðagreiðsluna. 

Stjórnarandstaðan í báðum löndum hefur fordæmt samninginn og það hafa mannréttindasamtök einnig gert. Höfðað hefur verið dómsmál til að koma í veg fyrir að samningurinn taki gildi fyrir dómstólum í Tirana, höfuðborg Albaníu. Stjórnarskrárdómstóll Albaníu blessaði hins vegar samninginn í lok síðasta mánaðarð, sem gerði atkvæðagreiðsluna í dag mögulega. 

Flóttamannabúðirnar verða byggðar upp í nágrenni albanska hafnarbæjarins Shengjin. Búðirnar verða reknar af Ítölum og geta rúmað þrjú þúsund flóttamenn hið mesta, á meðan þeir bíða eftir að umsóknir þeirra um hæli verði teknar til afgreiðslu. 

Hægrisinnuð stjórnarandstaðan í Albaníu hefur gagnrýnt forsætisráðherrann Edi Rama harðlega fyrir ógagnsæi í tengslum við samninginn og kallað hann óábyrgan og hættulega ógn við þjóðaröryggi Albaníu. 

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí