Loksins gangur í Namibíumáli Samherja

Gangur er nú á rannsókn héraðssaksóknara á meintu spillingarmáli Samherja í Namibíu. Hópur starfsmanna frá embættinu fór til Namibíu, tók skýrslur af vitnum og átti fundi með embættismönnum í síðasta mánuði. Þetta kemur fram í Mogganum í dag.

Gagnrýni hefur komið fram á seinagang rannsóknarinnar hérlendis. Hún hefur tekið meira en fjögur ár. Virðist sem enginn hafi verið yfirheyrður allt árið í fyrra. Alls hafa átta manns rétt­ar­stöðu sak­born­ings í mál­inu.

Málið kom upp eftir afhjúpun Helga Seljan og félaga hans í fréttaskýringarþættinum Kveikur á Rúv. Tók Samherji til varna með fordæmalausri herferð. Grunur leikur á að margvíslegar mútur og sporslur hafi verið greiddar fyrir ítök Samherja í veiðum undir strönd Afríku, auk fleiri mála.

Lengst af hafa fjórir starfsmenn embættisins unnið að rann­sókn máls­ins auk aðkomu sak­sókn­ara og yf­ir­lög­regluþjóns.

Fram kemur í Mogganum að rann­sókn­in hér á landi sé nú vel á veg kom­in en ekki sé unnt að tíma­setja lok rannsóknar að svo stöddu.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí