Rússar sagðir á bak við skæðadrífu árása í Eistlandi

Eistneska öryggisþjónustan hefur síðustu vikur og mánuði stöðvað fjölda tölvuárása á mikilvæga innviði í landinu. Er talið fullvíst að Rússar standi að baki árásunum, sem og skæðadrífu sprengjuhótana og skemmdarverka í landinu. 

Forsætisráðherra Eistlands, Kaja Kallas, greinir frá því að fjölmargar netárásir hafi verið gerðar á ýmsar opinberar stofnanir að undanförnu en tekist hafi að verjast þeim. Í síðasta mánuði hafi þá verið framin skemmdarverk á bifreiðum, meðal annars bifreið innanríkisráðherrans Lauri Läänemets. Läänemets sjálfur hefur staðfest að talið er að Rússar hafi einnig staðið að baki fjölda af sprengjuhótunum í eistneskum skólum á síðasta ári, sem bárust með tölvupóstum. 

Eftir því sem eistneska ríkissjónivarpið ERR greinir frá er leyniþjónusta Eistlands þess fullviss að Rússar beri ábyrgð á árásunum og skemmdarverkunum. Að minnsta kosti tíu manns hefur verið handteknir í tenglsum við rannsókn málanna. Þar af eru sex ennþá í haldi. Ríkissaksóknari Eistlands, Triinu Olev, sagði suma hinna handteknu vera rússneska ríkisborgara og aðra vera með tvöfalt ríkisfang, eistneskt og rússneskt. 

Eins og Samstöðin greindi frá fyrir viku hafa Rússar sett Kallas forsætisráðherra á lista yfir eftirlýsta glæpamenn. 

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí