Rússar hafa sett Kaju Kallas, forsætisráðherra Eistlands, á lista yfir eftirlýst fólk í tengslum við glæpasatarfsemi. Málið er fordæmalaust en aldrei hafa Rússar áður sett leiðtoga erlendra þjóða á slíkan lista. Þá var utanríkisráðherra Eistlands, Taimar Peterkop, einnig settur á listann.
Nafn Kallas var birt á skrá innanríkisráðuneytis Rússlands yfir eftirlýsta en ekki var tilgreint fyrir hvaða sakir væri lýst eftir henni.
Kallas hefur farið í fararbroddi varðandi stuðning við Úkraínu og ýtt á eftir tilraunum við að auka ennfrekar á hernaðaraðstoð til handa stjórnvöldum í Kænugarði. Þá hefur hún beitt sér hart fyrir frekari og harðari refsiaðgerðum gagnvart Rússlandi.
Þá mun Kallas hafa reitt Rússa mjög til reiði með því að beita sér fyrir því að minnismerki um sovéska hermenn í Heimsstyrjöldinni síðari verði fjarlægð í Eistlandi. Í rússneskum lögum eru ákvæði um að afhelgun stríðsminnisvarða sé refsiverður glæpur.
Gjörðir Rússa eru taldar tilraun Moskvuvaldsins til að viðbragða við auknum þrýstingi NATO.