Eistneskir ráðherrar settir á lista Rússa yfir eftirlýsta glæpamenn

Rússar hafa sett Kaju Kallas, forsætisráðherra Eistlands, á lista yfir eftirlýst fólk í tengslum við glæpasatarfsemi. Málið er fordæmalaust en aldrei hafa Rússar áður sett leiðtoga erlendra þjóða á slíkan lista. Þá var utanríkisráðherra Eistlands, Taimar Peterkop, einnig settur á listann. 

Nafn Kallas var birt á skrá innanríkisráðuneytis Rússlands yfir eftirlýsta en ekki var tilgreint fyrir hvaða sakir væri lýst eftir henni. 

Kallas hefur farið í fararbroddi varðandi stuðning við Úkraínu og ýtt á eftir tilraunum við að auka ennfrekar á hernaðaraðstoð til handa stjórnvöldum í Kænugarði. Þá hefur hún beitt sér hart fyrir frekari og harðari refsiaðgerðum gagnvart Rússlandi. 

Þá mun Kallas hafa reitt Rússa mjög til reiði með því að beita sér fyrir því að minnismerki um sovéska hermenn í Heimsstyrjöldinni síðari verði fjarlægð í Eistlandi. Í rússneskum lögum eru ákvæði um að afhelgun stríðsminnisvarða sé refsiverður glæpur. 

Gjörðir Rússa eru taldar tilraun Moskvuvaldsins til að viðbragða við auknum þrýstingi NATO. 

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí