Þúsundir mótmæla spillingu í Slóvakíu

Gríðar fjölmenn mótmæli fóru fram í Bratislava, höfuðborg Slóvakíu, í gær. Beindust mótmælin að áformum ríkisstjórnar landsins, undir forystu þjóðernispopúlistans Roberts Fico, um að leggja niður embætti sérstaks saksóknara sem fengist hefur við spillingu og meiriháttar glæpa starfsemi. Greiða á atkvæði um áformin í dag. 

Fico er stofnandi og formaður vinstri þjóðernisflokksins Smer en fjöldi flokksmanna á yfir höfði sér rannsókn og ákæru vegna spillingarmála. Embætti sérstaks saksóknara hóf rannsókn á meintum brotum fjölmargra stjórnenda í atvinnulífinu, í dómskerfinu og innan lögreglunnar eftir að stjórnmálaflokkar sem höfðu á stefnuskrá sinni að berjast gegn spillingu höfðu sigur í kosningum árið 2020. Fico sjálfur var meðal annars ákærður en ákærurnar voru síðar felldar niður. 

Auk þess að leggja niður embætti sérstaks saksóknara felst einnig í áformuðum lagabreytingum að að refsingar vegna spillingarglæpa verði mildaðar auk þess sem fyrning slíkra glæpa verði stytt verulega. Ef af lagabreytingunni verður myndu glæpir á borð við spillingu, skipulagða glæpastarfsemi, hatursáróður og útbreiðslu öfgahyggju verða færðir á hendur héraðssaksóknaraembætta, sem ekki hafa fengist við slík mál í tvo áratugi. 

Ríkistjórnarflokkarnir knúðu fram flýtimeðferð í þinginu til að fá breytingarnar samþykktar, auk þess sem ræðutími um þær var styttur í þinginu. Frumvarpið var ekki rýnt af sérfræðingum né öðrum aðilum. 

Slóvenski forsetinn, Zuzana Čaputová, hefur lýst því yfir að hún sé reiðubúin til að beita neitunarvaldi sínu og vísa lögunum, ef þingið samþykki lagabreytingarnar. Ef ríkisstjórnin muni ekki hlíta neitunarvaldi forsetans muni hún vísa málinu til stjórnarskrárdómstóls. 

Evrópusambandið hefur áhyggjur af fyrirhuguðum áformum, og hafa ráðamenn þar lýst því að ef í þeim felist hætta á misnotkun á fjárframlögum sambandsins til Slóvakíu verði þau sömu fjárframlög fryst.

Þúsundir Slóvaka mótmæltu fyrir utan þinghúsið í gær þar sem þingmenn ræddu áformin. Viðlíka mótmæli hafa staðið í tvo mánuði og hafa breiðst út frá höfuðborginni til meira en þrjátíu slóvenskra borga síðan. 

Fico komst aftur til valda eftir kosningasigur Smer í lok september síðastliðins en áður hafði hann gegnt embætti forsætisráðherra í þrjú kjörtímabil. Byggði kosningabarátta Smer á málflutningi sem var hliðhollur Rússum og áróðri gegn Bandaríkjunum. Andstæðingar Fico óttast að undir stjórn Fico muni samband Slóvakíu við Vesturlönd súrna en landið færast í átt að þeirri stefnu sem Ungverjaland hefur tekið undir forystu Viktors Orbán forsærisráðherra. Sá hefur reynst Evrópusambandinu og Vesturlöndum óþægur ljár í þúfu, einkum þegar kemur að málefnum Úkraínu og Rússlands. 

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí