Harðindavetur í Mongólíu ógnar lífi þúsunda – Milljónir búfjár fallin 

Hátt í fimm milljónir skepna eru fallnar í mesta harðindavetri sem ríkt hefur í Mongólíu í hálfa öld. Skepnudauðinn ógnar lífi og fæðuöryggi þúsunda í landinu eftir því sem Alþjóða Rauði krossinn hefur varað við. Ástæðuna má rekja til loftslagsbreytinga af mannavöldum.

Veturinn í Mongólíu hefur verið gríðarlega harður, hitastig hefur fallið gríðarlega lágt og djúpur snjór og hjarn liggur yfir steppunum sem búfénaður gengur á og kemur í veg fyrir að skepnur geti krafsað niður á gróður. Heimamenn kalla aðstæður sem þessar dzud, sem merkir á raun harðindavetur. 

Í Mongólíu búa um 300 þúsund hirðingjar sem treysta á nautgripi sína, geitur og hross til fæðu og sem söluvöru á mörkuðum. Aðrar leiðir eru þeim ekki færar til að tryggja lífsafkomu sína. Veðurfarið hefur hins vegar gert þetta fólk fullkomlega bjargarlaust á aðeins nokkrum mánuðum. Í einhverjum tilvikum er fólk hreinlega orðið matarlaust og getur ekki hitað upp híbýli sín. 

Samkvæmt tölum Rauða krossins hafa að minnsta kosti 2.250 hirðingjafjölskyldur tapað yfir 70 prósent alls búfjár síns frá því í nóvember síðastlðiðnum, og yfir 7.000 fjölskyldur líða matarskort. 

Veðuraðstæðurnar hafa haft áhrif á um 75 prósent landsins og ekki er búist við að harðindunum linni í bráð. Þó nú sé að vora er enn harðavetur í Mongólíu, jörð í klakaböndum og búfé fellur enn. Ekki nóg með það heldur hafa aðstæðurnar haft í för með sér truflanir á samgöngum, viðskiptum og hafa komið í veg fyrir að fjöldi manns geti sótt sér heilbrigðisþjónustu eða menntun, einkum í dreifbýli. 

Ríkisstjórn Mongólíu lýsti yfir hættuástandi í síðasta mánuði. Alþjóða Rauði krossinn hóf í þessari viku að óska eftir framlögum til hjálpar hirðingjafjölskyldum sem misst hafa lífsviðurværi sitt. 

Aðstæðurnar, dzud, skapast einkum eftir þurrka sumur sem síðan fylgja snjóþungir vetur og ógnarmiklir kuldar. Hitastig getur fallið niður fyrir 30 gráður á Celsius. Nú í vetur hefur snjóþungi verið meiri en síðustu 49 ár og 90 prósent landsins var þakið snjó í janúar, eftir því sem Alþjóða heilbrigðismálastofnunin greindi frá. 

Þessar dzudz aðstæður hafa upp á síðkastið orðið tíðari í Mongólíu, á síðusta áratug hafa aðstæðurnar skapast sex sinnum, ólíkt því sem áður var. Ástæðurnar eru loftslagsbreytingar af mannavöldum, en Mongólía er meðal þeirra landa sem verst hafa orðið fyrir barðinu á þeim. Á síðustu 70 árum hefur meðalhitastig í Mongólíu hækkað um 2,1 gráðu, sem veldur auknum þurrkum að sumri en einnig harðari vetrum. 

Árið 2010 reið dzud yfir Mongólíu, mikill harðindavetur, með þeim afleiðingum að 10,3 milljónir búfjár féllu. Sérfræðingar spá því að aðstæðurnar nú muni hafa enn verri og alvarlegri afleiðingar í för með sér. 

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí