Skorað á Baldur Þórhallsson að gefa kost á sér sem forseta

Forsetakosningar 5. mar 2024

Hátt í 5.000 manns hafa gerst meðlimir í Facebook-hópi þar sem skorað er á Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor að gefa kost á sér til embættis forseta Íslands. Síðan, sem ber nafnið Baldur og Felix – Alla leið, var sett í loftið seint í gærkvöldi og stofnuð af Gunnari Helgasyni rithöfundi, nánum vini og samstarfsmanni Felix Bergssonar, eiginmanns Baldurs. 

Í innleggi á síðunni skrifar Gunnar áskorun til þeirra hjóna. 

„Ég vil fá Baldur Þórhallsson sem næsta forseta Íslands. […]

Það er ekki til betri maður í djobbið.

Og ekki skemmir hvað hann er vel giftur. Felix Bergsson þekki ég betur en flestir aðrir. Ég þekki enga manneskju sem er réttsýnni, skemmtilegri, víðsýnni, hlýlegri og heilsteyptari – nema kannski Baldur Þórhallsson.

Saman eru þeir sannkallað ofurpar. Auk þess þekkja þeir það vel, af eigin raun, hvað það er að berjast fyrir mannréttindum og eru í gríðarlega góðum tengslum við land og þjóð.

Þeir verða forestapar sem þjóðin getur verið stolt af,“ skrifar Gunnar

Fjölmargir hafa skrifað innlegg á síðuna þar sem þeir lýsa stuðningi sínum við Baldur og Felix. Nafn Baldurs hefur verið nefnt af ýmsum sem hugsanlegur kandídat í forsetastól og var það einnig nefnt fyrir átta árum. Þá afsögðu þeir Baldur og Felix að þeir hyggðu á framboð en hafa nú sagt að þeir séu að hlusta á raddir fólks og huga sinn gang. Þá hafa verið í gangi skoðanakannanir þar sem spurt er um stuðning fólks við Baldur en ekki er vitað hver kostar þær. 

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí