Aðskilnaðarsinnar í Baskalandi líklegir sigurvegarar héraðskosninga á sunnudaginn

Flokkur aðskilnaðarsinna Baska, sem á uppruna sinn í Batasuna, pólitískum armi hryðjuverkasamtakanna ETA, gæti ef miðað er við kannanir unnið héraðskosningar í Baskalandi á sunnudaginn kemur. Það yrði í fyrsta skipti sem aðskilnaðarsinna ynnu héraðskosningar í Baskalandi og gæti haft afleiðingar fyrir ótrausta ríkisstjórn Spánar. 

Rauters fréttastofan greinir frá því að hinn vinstrisinnaði aðskilnaðarflokku EH Bildu hafi samkvæmt könnunum naumt forskot á hægri þjóðernissinnana í PNV sem hafa lengst af ráðið ríkum í Baskalandi. Baskaland er hvað auðugasta svæði Spánar, og Evrópu. 

Flokkarnir tveir njóta samkvæmt könnunum báðir um 30 prósenta stuðnings. Yrði það niðurstaðan þyrftu flokkarnir að leita á náðir Sósíalíska verkamannaflokksins, PSOE, til að mynda meirihluta. Eins og sakir standa fara PNV og PSOE með völd í Baskalandi, og PSOE hefur alla jafna unnið með PNV. 

Það sem flækir stöðuna er að PSOE er flokkur Pedro Sanches forsætisráðherra Spánar og hann þarf á stuðingi beggja basknesku flokkanna að halda til að halda ríkisstjórn sinni saman, sem og flokki aðskilnaðarsinna Katalóna. Ríkisstjórnin er de facto minnihlutastjórn tveggja flokka en studd eða varin alls konar smáflokkum. 

Bildu flokkurinn var settur á laggirnar árið 2011 sem bandalag vinstri flokka í Baskalandi. Flokkurinn var upphaflega bannaður af Hæstarétti Spánar vegna tengsla sinna við Batasuna en eftir hörð mótmæli í Bilbao og fleiri borgum úrskurðaði stjórnlagadómstóll að banni stæðist ekki. 

ETA, aðskilnaðarhreyfing Baska, var virk um áratugaskeið, frá 1959 til 2018, þegar hreyfingin var lögð niður. Á þeim tíma myrtu vígamenn samtakanna yfir 850 manns í hermdarverkum sínum sem samtökin ætluðu til að ná fram aðskilnaði héraðsins frá Spáni. Bildu flokkurinn hefur opinberlega hafnað ofbeldi en hefur ekki fordæmt verk ETA. Sumir flokksmenn Bildu eru fyrrverandi vígamenn ETA eða stuðningsmenn samtakanna. 

Kosningaáherlur Bildur hafa verið að sækjast ekki eftir óskoruðu sjálfstæði héraðsins heldur aukinni sjálfsstjórn. 

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí