Borgarastyrjöldin í Myanmar steypir helmingi þjóðarinnar í örbirgð

Borgarstyrjöldin í Myanmar hefur steypt um það bil helmingi þjóðarinnar í örbirgð. Þjóðin telur 54 milljónir manns og rétt um helmingur er nú undir fátæktarmörkum, tvöföldun frá því árið 2017, samkvæmt því sem kemur fram í nýrri skýrslu Þróunaráætlunar Sameinuðu þjóðanna. 

Efnahagur Myanmar þótti um tíma með hvað mestum blóma ríkja í Suðaustur Asíu.  Síðan herinn rændi þar völdum fyrir þremur árum hefur hins vegar sigið mjög hratt á ógæfuhliðina í efnahagsmálum. Fjölskyldur hafa ekki tök á að afla sér nægs matar, þurfa að neita sér um heilbrigðisþjónustu og um menntun, vegna gríðarlegrar verðbólgu í landinu. Gengi gjaldmiðils landsins, kyat, hefur hrunið og vöruverð hækkað upp úr öllu valdi.

Fyrir utan að helmingur þjóðarinnar sé kominn undir fátæktarmörk er bent á í skýrslunni að fjórðungur til viðbótar sé á brúninni, rétt ofan við fátæktarmörk, sé miðað við stöðuna í október á síðasta ári. Í skýrslunni segir að allar líkur séu á að staðan hafi versnað enn síðan þá. Átökin í landinu hafa bara harðnað og fleiri fólk hefur þurft að leggja á flótta. 

Verulegur árangur hafði náðst við að draga úr fátækt í Myanmar, einkum frá árinu 2011 þegar lýðræðislegar umbætur hófust í landinu eftir langvarandi stjórn hersins. Árið 2016 var efnahagsvöxtur í landinu sá mesti í Suðaustur Asíu samkvæmt Þróunarbanka Asíu, og á árabilinu 2011 til 2019 var hagvövöxtur að meðaltali 6 prósent á ári miðað við tölur Alþjóðabankans. Á árabilinu 2005 til 2017 hafði fátækum fækkað um helming, úr 48,2 prósentum þjóðarinnar og niður í 24,8 prósent. Millistéttin í landinu er þá hverfandi hverfandi.

Eftir valdarán hersins árið 2021, þegar ríkisstjórn Aung San Suu Kyi var hrakin frá völdum, upphófst hins vegar óöld ofbeldis og óstöðugleika í landinu. Covid heimsfaraldurinn hjálpaði svo ekki til við að kippa stoðunum undan efnahag Myanmar. Fátækt hefur ekki aðeins tvöfaldast heldur býr fjöldi fólks orðið við algjöra örbirgð. Segja má að þrír fjórðu hlutar þjóðarninnar búi við fátækt og töluverður hluti býr við sárafátækt. Verst er ástandið þar sem borgarastyrjöldin geysar harðast og hittir konur og börn fyrir með alvarlegum hætti.

Frá valdaráninu hafa vígasveitir sem berjast gegn herforingjastjórninni, auk hersveita þjóðernishópa í landinu, átt í stöðugum bardögum við stjórnarherinn í tilraunum sínum til að koma herforingjunum frá. Á móti hefur herforingjastjórnin látið eldi rigna yfir almenna borgara með grimmilegum hætti. Bardagar, loftárásir og áhlaup stjórnarhersins á þorp og bæi hafa hrakið fast að því þrjár milljónir manns á flótta. 

Ef ekki verður brugðist tafarlaust við mun mannúðarkrísan í Myanmar einungis versna, svo að komandi kynslóðir muni líða fyrir, segir Þróunaráætlunin. Þörf er á fjármagni, matvælaaðstoð og að aðgengi að grundvallarþjónustu verði tryggt, ef ekki á hörmulega að fara. 

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí