Gríðarlegir skógareldar í Venesúela orsakast af loftslagsbreytingum – Vísindamenn búast við skelfilegum hamförum

Gríðarlegir skógar- og gróðureldar hafa geysað í Venesúela allt þetta ár, fleiri en nokkru sinni fyrr. Ástæðan er miklir þurrkar í landinu sem orsakast af loftslagsbreytingum. 

Frá janúarmánuði og út mars mátti greina yfir 30.200 sjálfstæða gróðurelda í Venesúela og hafa þeir aldrei mælst fleiri frá því að virkt eftirlit var tekið upp árið 1999. Meðal annars loga eldar í Amazon-regnskóginum sem kviknað hafa vegna þurrkanna. Alla jafna kvikna eldar ekki í frumskóginum af sjálfsdáðum sökum þess hversu rakt er þar, heldur eru eldar kveiktir af fólki til að ryðja land til ræktunar. Þeir eldar hafa hins vegar breitt stjórnlaust úr sér vegna þess hversu hátt hitastig er nú og lítil úrkoma. 

Vísindmenn segja þurrkana afleiðingu loftslagsbreytinga af mannavöldum og breytinga sem þær hafa haft á El Niño viðurfyrirbrigðið í Kyrrahafinu austanverðu, sem hefur áhrif á veðurkerfi á hnettinum öllum. 

Ofsafengnustu gróðureldar í Suður-Ameríku eiga sér alla jafna stað í Brasílíu í ágúst og september, meðfram suðaustanverðum hluta Amazon-regnskógarins þar sem gróðureyðing til ræktunar er umfangsmest. 

Regntímabilið stendur sunnar í álfunni og hefur regnið slökkt mikla gróðurelda sem geysuðu í Brasilíu. Í Venesúela er regntímabilið hins vegar ekki væntanlegt fyrr en í maí. Vísindamenn hafa, í ljósi stöðunnar í Venesúela, miklar áhyggjur af því hvernig mál muni þróast sunnar í Suður-Ameríku þegar þurrkatímabil hefst þar. Sérfræðingur í gróðureldum við Háskólann í Oxford, Manoela Machado, segir flest benda til að þar þurfi fólk að búa sig undir risavaxna gróðurelda, af biblíulegum skala. 

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí