Írönsk fangelsi orðin blóðvellir – Hundruð líflátin á síðasta ári

Íran hefur breytt fangelsum í blóðvelli, að því er Amnesty International segir. Sú fullyrðing byggir á gríðarlegri fjölgun á aftökum í landinu, en að minnsta kosti 853 manns voru tekin af lífi í Írak á síðasta ári. Yfir helmingur þeirra var líflátinn vegna fíknilagabrota. 

Í nýrri skýrslu Amnesty segir að harðari aðgerða sé þörf á alþjóðavísu til að hamla þróuninni, ellegar þúsundir eigi á hættu að verða hengd á komandi árum. Yfirvöld í Íran hafa „af ákveðni haldið áfram ríkisvæddu morðæði sínu sem breytt hefur fangelsum í blóðvelli,“ segir Amnesty. 

Tölur sýni að aftökum hafi fjölgað um 48 prósent á síðasta ári frá fyrra ári, segir í skýrslu Amnesty. Tvenn önnur mannréttindasamtök, Iran Human Rights og Together Agians the Death Penalty, birtu í síðasta mánuði skýrslu þar sem fjöldi aftaka er sögð eilítið lægri, 834. Aukningin átti sér stað eftir að Íran var skekið af mótmælum í september 2022, en níu manns hafa verið tekin af lífi fyrir sakir tengdar mótmælunum. Mannréttindasamtök, þar á meðal Amnesty, hafa varað við því að yfirvöld séu að nota aftökur til að ala á ótta í samfélaginu og koma þannig í veg fyrir frekari mótmæli. 

Þá sýni tölur að engin breyting sé orðin á í stefnu íranskra stjórnvalda á þessu ári, en í það minnsta 95 manns hafa verið tekin af lífi fram til 20. mars síðastliðnum. Amnesty undirstrikar að allar tölur sem um ræðir séu að lágmarki þær sem um ræðir, og vel kunni að vera að raunverulegur fjöldi látinna sé mun hærri. 

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí