Pólska þingið hefur umræður um breytingar á íhaldssamri og harkalegri löggjöf um þungunarrof

Umræður eru hafnar í pólska þinginu um breytingar á löggjöf landsins um þungunarrof. Löggjöfin hefur orðið strangari og harkalegri síðustu árin undir íhaldssömum og þjóðernissinnuðum ríkisstjórnum. 

Frjálslyndari afstaða til þungunarrofs og loforð um að slakað verði á löggjöf þar um var eitt af aðalkosningaloforðum Donalds Tusk og hins frjálslynda Borgarabandalags hans, sem unnu sigur í þingkosningunum í Póllandi í október síðastliðnum. Kjörsókn í kosningunum var veruleg, og er það meðal annars rakið til áherslu á réttindamál kvenna. 

Þungunarrofs löggjöfin í Póllandi er afar ströng, sú strangasta í Evrópu ásamt löggjöf Möltu. Þungunarrof er aðeins heimilt ef konur hafa orðið þungaðar eftir nauðgun eða vegna sifjaspella, eða ef meðganga ógnar lífi móður. 

Búist er við að til umræðu verði fjöldi frumvarpa sem lögð hafa verið fram um breytingar á lögunum. Bæði hafa verið lögð fram frumvörp sem miða við að þungunarrof verði heimilt án nokkurra hindrana fram að tólftu viku meðgögnu, en einnig hefur verið lagt fram frumvarp um að konum sé heimilt að fara í þungunarrof sé eitthvað að fóstrinu. Slík heimild var í lögunum áður en stjórnlagadómstóll setti árið 2020 verulegar skorður við þungunarrofi í landinu. 

Tusk og ríkisstjórn hans vilja að lögunum verði breytt þannig að þungunarrof verði heimilt upp að 12 viku meðgöngu, án þess að tilgreina þyrfti fyrir því sérstök rök. Hins vegar er almennt talið líklegt að forseti Póllands, Andrzej Duda, muni beita neitunarvaldi sínu, hvaða breytingar sem gerðar verði á lögunum. Duda er íhaldssamur bandamaður fyrri hægri íhaldsstjórnar í landinu. Í síðasta mánuði neitaði hann að skrifa undir lög sem hefðu heimilað sölu neyðar getnaðarvarnarpillunnar til kvenna 15 ára og eldri. 

Stjórnvöld hafa sætt harðri gagnrýni og þrýstingi vegna hinna hörðu laga eftir að dauði fjölda kvenna var tengdur við vandkvæði í tengslum við þungunarrof. 

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí