Pólska ríkisstjórnin hygst hefjast handa við að koma á breytingum á þungunarrofs löggjöf landsins í apríl, eftir fyrstu umferð sveitarstjórnarkosninga í landinu. Þungunarrofs löggjöfin í Póllandi er afar ströng, svo strangasta í Evrópu ásamt löggjöf Möltu. Pólskur almenningur er hins vegar lítt áfram um að slakað verði á löggjöfinni.
Í nýrri skoðanakönnun kannanafyrirtækisins CBOS kemur fram að 63 prósent Pólverja eru andvígir því að slakað verði á löggjöfinni. Þar af eru 41 prósent því mjög mótfallnir. Breytingarnar sem hin nýlega myndaða fjölflokka ríkisstjórn Donalds Tusk forsætisráðherra vill ráðast í myndu gera þungunarrof heimilt upp að 12 viku meðgöngu, án þess að tilgreina þyrfti fyrir því sérstök rök.
Könnunin sýnir að meirihlut Pólaverja er mjög andsnúinn því að hægt sé að binda enda á meðgöngu sökum þess að konur vilji einfaldlega ekki eigna barn, eða vegn efnahagslegrar stöðu. Tæpur þriðjungur svarenda könnunarinnar var því fylgjand en tæplega tveir af hverjum þremur voru því mótfallin.
Einnig var spurt um hvort rétt væri að þungunarrof væri heimilt þegar lífi og heilsu þungaðra kvenna væri ógnað. Tveir þriðju hlutar svaraenda töldu að svo ætti að vera og fjórðungur til viðbótar var sammála að hluta. Tölur voru svipaðar þegar spurt var um þungunarrof eftir nauðgun eða sifjaspell.
Árið 2020 setti stjórnlagadómstóll Póllands verulegar skorður við þungunarrofi. Líklegt er talð að hverjar þær breytingar sem pólska þingið muni gera muni mæta mótstöðu forseta landsins, Andrzej Duda, en hann studdi niðurstöðu stjórnlagadómstólsins. Duda getur beitt neitunarvaldi til að koma í veg fyrir að lagabreytingarnar taki gildi, og hefur ríkisstjórnin ekki nægjanlegan þingmeirihluta til að hnekkja neitunarvaldi forsetans.
Samkvæmt pólskum fjölmiðlum mun ekki vera samkomulag innan ríkisstjórnarinnar um hversu langt eigi að ganga að ganga í breytingunum. Íhaldsflokkurinn Polska 2050 og bændaflokkurinn PSL vilja að farið verði til baka og löggjöfin eins og hún var fyrir úrskurð stjórnlagadómstólsins 2050 verið tekin upp að nýju. Síðan verði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um tilslakanir á löggjöfinni. Donald Tusk og frjálslynda borgarabandalagið hans ásamt Nýja vinstrinu eru hins vegar mótfallinn þjóðaratkvæðagreiðslu á þeim forsendum að heimildin til þungunarrofs séu mannréttindi, sem ekki eigi að ganga til kosninga um.