Sjö látin og hundruð slösuð eftir jarðskjálfta í Tævan – Tugir fastir í veggöngum

Sjö eru látnir og yfir 700 slasaðir eftir að jarðskjálfti að styrkleikanum 7,4 reið yfir austurströnd Tævan í morgun. Vitað er um að minnsta kosti 77 manns sem föst eru undir rústum eftir jarðskjálftan, þar af eru um 60 föst í einum göngum. 

Jarðskjálftinn er sá harðasti sem riðið hefur yfir Tævan í 25 ár. Skjálftanum fylgdu margir harðir eftirskjálftar, sá sá stærsti 6,5 að styrkleika. Búist er við að eftirskjálftar muni fylgja næstu daga og sumir allt að 7 að styrk. Skjálftamiðjan er í Hualien héraði en þar búa um 300 þúsund manns. Yfir eitt hundrað byggingar eru skemmdar og sumar hafa hrunið að öllu eða nokkru leiti. 

Gefnar hafa verið út flóðbylgjuviðvaranir í Tævan, í Japan og á Filippseyjum. 

Um 60 manns eru talin föst í Jinwen göngunum sem eru í norðanverðu Hualien héraði og önnur 15 í Dachingshui göngunum, sem einnig eru í norðanverðu héraðinu. Hvoru tveggja göngin eru veggöng, þau fyrrnefndu um 400 metra löng. 

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí