Sjö eru látnir og yfir 700 slasaðir eftir að jarðskjálfti að styrkleikanum 7,4 reið yfir austurströnd Tævan í morgun. Vitað er um að minnsta kosti 77 manns sem föst eru undir rústum eftir jarðskjálftan, þar af eru um 60 föst í einum göngum.
Jarðskjálftinn er sá harðasti sem riðið hefur yfir Tævan í 25 ár. Skjálftanum fylgdu margir harðir eftirskjálftar, sá sá stærsti 6,5 að styrkleika. Búist er við að eftirskjálftar muni fylgja næstu daga og sumir allt að 7 að styrk. Skjálftamiðjan er í Hualien héraði en þar búa um 300 þúsund manns. Yfir eitt hundrað byggingar eru skemmdar og sumar hafa hrunið að öllu eða nokkru leiti.
Gefnar hafa verið út flóðbylgjuviðvaranir í Tævan, í Japan og á Filippseyjum.
Um 60 manns eru talin föst í Jinwen göngunum sem eru í norðanverðu Hualien héraði og önnur 15 í Dachingshui göngunum, sem einnig eru í norðanverðu héraðinu. Hvoru tveggja göngin eru veggöng, þau fyrrnefndu um 400 metra löng.