Hannes kaus Katrínu

Hinn afar umdeildi fyrrverandi háskólaprófessor, Hannes Hólmsteinn Gissurarson, segist hafa kosið Katrínu Jakobsdóttur utankjörstaðar í dag. Vanalega er ekki mikil frétt í því að greina frá því hvað Hannes kaus, enda innmúraður og gallharður Sjálfstæðismaður.

Því er í raun ekki úr vegi að segja að tilkynning Hannesar um þetta sé ákveðin staðfesting á því að Katrín sé frambjóðandi Sjálfstæðismanna i forsetakosningunum. Líkt og svo oft áður kveinkar hann sér þó við allri gagnrýni, þó að þessu sinni ekki fyrir hönd Bjarna Benediktssonar, heldur fyrir hönd Katrínar.

„Ég þarf að fara af landi brott vegna skyldustarfa í fyrramálið, svo að ég kaus utankjörstaðar í Holtagörðum í dag. Ég skil satt að segja ekki þá heift, sem hlaupin er í stuðningsmenn sumra frambjóðenda og beinist aðallega gegn einum. Aðalatriðið er, úr því að við erum með þetta embætti, að húsráðandinn á Bessastöðum sé landi og þjóð til sóma. Þá kemur aðeins einn frambjóðandi til greina, finnst mér,“ segir Hannes á Facabook.  

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí