„Það á að hlunnfara þjóðina eina ferðina enn“

„Fjármagnsöflin ásælast auðlindir þjóðarinnar og hyggjast sem fyrr beita einkavæðingu til að komast yfir þær. Þetta á við um raforkuna, landið, vindinn og vatnið. Já, það á að hlunnfara þjóðina eina ferðina enn.“

Þetta skrifaði Finnbjörn Hermannsson, forseti ASÍ, í 1. maí kveðju sinni sem birtist á vef Alþýðusambandsins í gær. Finnbjörn sagði þar að verkalýðshreyfingin hefði öðrum fremur mótað Ísland sem velferðarsamfélag, barátta launafólks byggði nú sem fyrr á grunni hugsjóna um réttlátt samfélag, samhygð og bætt kjör.

Verkalýðshreyfingin væri sterkasta afl framfara og breytinga í landinu. Nú væri hins vegar sótt að réttindum okkar og kjörum, með því að fjármagnsöflin ásældust auðlindir þjóðarinnar. Þá hyggðust stjórnvöld hefja „einkavæðingu ellinnar“ með grundvallarbreytingu á rekstri hjúkrunarheimila. „Þetta eru stórhættuleg áform og bein ógn við velferðarríkið. Ég hvet ykkur öll að styðja verkalýðshreyfinguna í varðstöðu um hagsmuni og velferð almennings í landinu. Ég hvet ykkur til að taka beinan þátt í henni til dæmis með virkri þátttöku í stéttarfélögunum sem ÞIÐ eigið og ÞIÐ ráðið.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí