Flest bendir til hreins meirihluta Þjóðfylkingarinnar og skerðingu borgaralegra réttinda í Frakklandi

Þjóðfylkingin, flokkur Marine Le Pen með hinn 28 ára Jordan Bardella sem forsætisráðherraefni, fékk mest fylgi í 293 kjördæmum af 530 sem búið er að telja í, en tölur hafa enn ekki komið úr 47 kjördæmum. Þessi niðurstaða er ekki trygging fyrir að flokkurinn nái 289 sæta meirihluta í seinni umferð kosninganna eftir viku, en sýnir að til að koma í veg fyrir slíkt þarf að myndast sterkt og órofa bandalag gegn Þjóðfylkingunni. Í þeim 530 kjördæmum sem niðurstöðu liggja fyrir í, fer fulltrúi Þjóðfylkingin í aðra umferðina í 412 kjördæmum eða 78% kjördæma.

Saman, pólitískur flokkur Emmanuel Macron, er kominn með forystu í aðeins 63 kjördæmum og fulltrúar flokksins komnir í aðra umferð í aðeins 273 eða 51% þeirra kjördæma sem talið hefur verið í. Nýja Alþýðufylkingin, kosningabandalag margra vinstri flokka, er með forystu í 141 kjördæmi og komin í seinni umferðina í 357 kjördæmum, 67% þeirra sem talið hefur verið í.

Hefðbundni hægri flokkurinn, Lýðveldisflokkur Gaulista, er með forystu í 17 kjördæmum og nær í aðra umferð í 58 kjördæmum, 11% þeirra sem talið hefur verið í. Gaulistar hafa misst alla forystu hægra megin í franskri pólitík, annars vegar til Þjóðfylkingarinnar og hins vegar til flokks Macron, sem er auðvitað stækur hægri maður þótt hann haldi því fram að hann sé miðjan í Frakklandi. Helstu stefnumál Macron hafa verið niðurbrot vinnulöggjafar sem tryggir verkalýð Frakklands ýmis réttindi, jafnvel einhver völd á vinnustað. Auk þess sem hann vill lækka skatta á hin ríku, einkavæða almannaeignir og auðlindir. Og svo er Macron herskár með afbrigðum, vill senda franska hermenn til að berjast við Rússa í Úkraínu.

Það er erfitt að spá fyrir um úrslit í einstökum kjördæmum í seinni umferðinni. Sums staðar mun fulltrúi Þjóðfylkingarinnar keppa við fulltrúa vinstra bandalagsins en annars staðar við fulltrúa flokks Macron. Óánægja fólks með stjórnarstefnuna mun því hafa ólík áhrif eftir því hverjir valkostir kjósenda eru. Kerfið er þannig að tveir frambjóðendur eru alls staðar í kjöri þar sem einn frambjóðandi komst ekki yfir 50% en sums staðar eru þrír, jafnvel fjórir í framboði í seinni umferð ef svo margir frambjóðendur komust yfir 12,5% í þeirri fyrri. Mögulegt er að í slíkum kjördæmum geri flokkar með sér samkomulag til að hjálpa einum frambjóðenda eða koma í veg fyrir kjör annars.

En horfurnar eru þær að Þjóðfylkingin sem meðal annars boðar skerðingu borgaralegra réttinda innflytjenda og fólks með tvöfaldan ríkisborgararétt, til dæmis að meina slíku fólki að gegn opinberum embættum, komist til valda í Frakklandi. Meiirhluti þings ræður stefnunni innanlands á meðan að forsetinn rekur utanríkisstefnuna. Það eru því allar líkur á að Frakkland muni umbreytast á næstu misserum.

Myndin er af Marine Le Pen og Jordan Bardella að fagna sigri í kvöld.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí