Er gagn af aðstoðarfólki ráðherranna?

Ólafur Haukur Símonarson tekur hér nokkur sundtök á mótu straumnum. Og er svo sem ekki óvanur því. Lesum:

Ég heyri í heita pottinum klifað á ýmsum nýjum en aðallega þó gömlum sparnaðarráðum til að svara ákalli ríkisstjórnarinnar. Eitt það vinsælasta er að taka fyrir þá ósvinnu að ráðherrar fái sér til fulltingis aðstoðarmenn. Þetta er þó eitt að því skynsamlega sem fyrri stjórnvöld hafa gert að tryggja að ráðherrar hafi sér við hlið fólk með sérfræðiþekkingu sem skákað getur hinum íhaldssömu og oft kulnuðu starfsmönnum ráðuneytanna. Enginn ráðherra sem vill rækja skyldur sínar vel getur verið með augun á öllum þeim atriðum sem máli skipta varðandi upplýsingaöflun, stefnumótun og eftirfylgni. Ég sé ekki betur en ráðherrar vandi sig yfirleitt við val á aðstoðarmönnum; oftast er um að ræða vel menntaða, reynda og kjarkaða einstaklinga sem bæta allt starf og framgöngu ráðherra – og halda ráðuneytisfólki við efnið – sem ekki veitir af. Góðir hálsar, hneykslumst á einhverju öðru.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí