Logi ver Rúv og er stoltur af Rúv

„Alvöru tillögur“ verða lagðar fram næsta haust innan ríkisstjórnarinnar um úrbætur á fjölmiðlamarkaði. Þetta segir Logi Einarsson ráðherra.

Jens Garðar Helgason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurði Loga í óundirbúinni fyrirspurn í morgun út í skýrslu Viðskiptaráðs þar sem fram kemur að einkareknir fjölmiðlar „eiga sér ekki viðreisnar von“ gagnvart Rúv eins og þingmaðurinn orðaði það. Rúv er með forgjöf sem nemur 6,5 milljörðum á einkarekna miðla í nefskatt plús 3 milljarða í auglýsingar.

„Er þetta boðleg meðferð á skattfé?“ Spurði Jens Garðar og benti á að enginn annar ríkismiðill á Norðurlöndum væri á auglýsingamarkaði. Samkvæmt skýrslunni myndi staða einkarekinna fjölmiðla batna verulega ef Rúv hætti að nappa auglýsingum frá einkaframtakinu. En erlendar efnisveitur taka líka til sín næstum aðra hverja krónu sem fellur til auglýsinga hér innanlands og hafa margir undrast linkind stjórnvalda til að aðhafast svo hægt sé að jafna þann stöðumun í þágu einkarekinna miðla.

„Ég er stoltur af Ríkisútvarpinu og Ríkisútvarpið gegnir miög mikilvægu hlutverki,“ sagði Logi og nefndi sem fyrr segir að með haustinu kæmu fram nýjar tillögur. Spurningin er bara hvort sú einkarekna fjölmiðlun sem enn er eftir muni lifa til haustsins.

Jens Garðar vísaði til þess að á fundi Viðskiptaráðs í gær hefðu komið fram lygileg dæmi um hve staðið væri illa að rekstri Rúv, enda væri stórtap á rekstrinum „þrátt fyrir alla milljarðana sem starfsfólkið fær til að endursýna dagskrá“ eins og einn fundargesta hjá Viðskiptaráði orðaði það í gær.

Af Morgunblaðinu þarf hins vegar enginn að hafa áhyggjur, enda vasar útgerðarmanna, eigenda blaðsins djúpir og fullir af fé.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí