Þorvaldur Gylfason hagfræðiprófessor emeritus segir að Íslendingar þurfi að hugsa sín varnarmál upp á nýtt með hraði. Hann lýsir í færslu á facebook þeim breytingum og vaxandi ógnum sem hafi raungerst á skömmum tíma síðan Trump tók við forsetaembættinu í BNA í annað skipti og hefur síðan beitt fjölda tilskipana.
„Pol Pot tók fólk með gleraugu og sendi það í útrýmingarbúðir í Kambódíu. Honum fundust gleraugun tortryggileg,“ segir Þorvaldur. „Donald Trump tekur fólk með húðflúr og sendir það í pyndingarbúðir í El Salvador í trássi við úrskurð dómara. Hann telur húðflúrið vitna um aðild að glæpasamtökum, en enginn þeirra sem sendur var til El Salvador hafði verið fundinn sekur um glæp.“
Og ekki er allt upptalið, því eins og Þorvaldur segir: „Stúdentar hverfa sporlaust inn í ómerkta bíla lögreglunnar. Prófessorar, einkum sérfræðingar um sögu fasismans, flýja land. Vitfirringin breiðist út.“
Niðurstaða hans: „Íslendingar þurfa að hugsa varnarmál sín upp á nýtt, með hraði.“