Vitfirringin kalli á skjótt endurmat varna Íslands

Þorvaldur Gylfason hagfræðiprófessor emeritus segir að Íslendingar þurfi að hugsa sín varnarmál upp á nýtt með hraði. Hann lýsir í færslu á facebook þeim breytingum og vaxandi ógnum sem hafi raungerst á skömmum tíma síðan Trump tók við forsetaembættinu í BNA í annað skipti og hefur síðan beitt fjölda tilskipana.

„Pol Pot tók fólk með gleraugu og sendi það í útrýmingarbúðir í Kambódíu. Honum fundust gleraugun tortryggileg,“ segir Þorvaldur. „Donald Trump tekur fólk með húðflúr og sendir það í pyndingarbúðir í El Salvador í trássi við úrskurð dómara. Hann telur húðflúrið vitna um aðild að glæpasamtökum, en enginn þeirra sem sendur var til El Salvador hafði verið fundinn sekur um glæp.“

Og ekki er allt upptalið, því eins og Þorvaldur segir: „Stúdentar hverfa sporlaust inn í ómerkta bíla lögreglunnar. Prófessorar, einkum sérfræðingar um sögu fasismans, flýja land. Vitfirringin breiðist út.“

Niðurstaða hans: „Íslendingar þurfa að hugsa varnarmál sín upp á nýtt, með hraði.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí