Erlu Hlynsdóttur blaðamanni á Heimildinni hefur verið sagt upp. Samkvæmt heimildum Samstöðvarinnar rær Heimildin nú fjárhagslegan lífróður og eru uppsagnirnar liður í hagræðingu sem leiðir til breyttrar útgáfu. Margrét Marteinsdóttir blaðamaður fékk einnig uppsagnarbréf fyrir helgi. Blaðakonurnar góðkunnu eru ekki þær einu sem frá hverfa af miðlinum og stefnt er að færri útgáfum en blaðið mun á haustmánuðum koma mánaðarlega í stað vikulega.
Uppsagnir á Heimildinni
Við þurfum á þér að halda
Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.
Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.
Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.
Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.
Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.
Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.
Þitt framlag skiptir máli.