Bréf til íslenska kratans 2024

Skoðun Reynir Böðvarsson 27. mar 2024

Sósíaldemókratar á vesturlöndum hafa látið nýfrjálshyggjuna villa sér leið allt frá því að hugmyndasmiðjur fjármagnseigenda á vesturlöndum hófu að bera út boðskap Milton Friedmans og Chicago skólans í hagfræði og hófu að skapa nýjan veruleika langt frá kenningum Jhon Maynrad Keynes sem sósíaldemókratar höfðu svo framgangsríkt notað í efnahagsstjórn víða um lönd. Kjarni málsins er að mínu mati sá að andlýðræðisleg öfl, þar sem gífurlegt fjármagn liggur að baki, er á góðri leið með að erodera lýðræðið í hinum vestræna heimi.

Gagnstætt sumum flokksfélögum þínum var ég sjálfur aldrei byltingarsinni á áttunda áratugnum, var reformisti og átti erfitt með að skilja nauðsyn byltingar á Norðurlöndunum á þeim tíma, í lok mesta framfara tímabils lýðræðisþjóðfélaga í heiminum. Ég hafði trú á demokratiskum sósíalisma sem Olof Palme boðaði og stóð fyrir, stóð fyrir þótt á móti blæsi. Lét ekki einusinni BNA þvinga sig af braut.

Þeim mun sorglegra hefur það verið að fylgjast með þróun sósíaldemokratiskra flokka á vesturlöndum síðustu áratugi, Blair og þareftir. Það er þessi eftigift og grandvaraleysi gagnvart kapítalismanum sem er svo ömurleg að horfa upp á nú. Norræna velferðarsamfélagið þar sem hugsjónir sósíalismans urðu að veruleika vegna baráttu róttækra verkalýðsleiðtoga og náði hápunkti í lok áttunda áratugarins er nú að rottna vegna markaðsvæðingarbrjálæðis nýfrjálshyggjunar. Þar eru því miður flokksfélagar þínir í flestum löndum samsekir.

Það liggur við að ég nú á gamals aldri sé að verða byltingarsinni í ljósi þess hvernig þróunin er. Ég held að það nægi að horfa vestur um haf til þess að skilja að lýðræðið, með þeirri umgjörð sem er við lýði á vesturlöndum, er ekki að virka sem skyldi. Það verður fróðlegt að fylgjast með ýmsum koningum í lýðræðisríkjum á næstu misserum og þá ekki síst kosningum til Evrópuþingsins nú í júní. Vinna andlýðræðisöflin enn og aftur sigra og fer allt kanski á versta veg líka hérna megin við Atlantshaf er stóra spurningin.

Á Norðurlöndunum eru það flokkar til vinstri við krataflokkana sem bera nú upp merki þeirra róttæku sósíaldemokratisku stefnu sem verkalýðshreyfingar í samvinnu við flokka á vinstri vængnum fylgdu fyrir nýfrjálshyggju. Það eru þeir sem halda boðskap Olofs Palme á lofti þar sem afvopnun og friðarumleitanir í heiminum er krafan sem færð er fram ásamt kröfu um réttlæti jöfnuði.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu.

Skrá mig arrow_forward
Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí