Eitruð blanda brugguð í fullkomnu kæruleysi

Skoðun Gunnar Smári Egilsson 11. mar 2025

650 milljarðar króna jafngilda 1.670 þús. kr. á hvern landsmann, tæpar 6,7 mkr. á hverja fjögurra manna fjölskyldu. Í raun er þessi skuld hluti af Hruninu, sem enn er að hrynja yfir þjóðina. Þetta er gjaldið fyrir bæði kosningaloforð Framsóknar 2003 um 90% íbúðalán til allra og vilja Sjálfstæðisflokksins til að færa íbúðalán frá ríkinu til ný-einkavæddra banka. Þetta tvennt saman var eitruð blanda sem þessir flokkar brugguðu í fullkomnu kæruleysi. Því miður er þetta aðeins brot af þeim byrðum sem almenningur þarf að bera vegna hagstjórnarmistaka þessara flokka.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu.

Skrá mig arrow_forward
Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí