Fundurinn í Valhöll um mest og best

Skoðun Ögmundur Jónasson 25. nóv 2023

Það er vitað að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn vill að markaðslög­mál­in séu virkjuð sem mest og best. Ég vissi þetta mæta­vel þegar ég var fyr­ir fá­ein­um árum beðinn um að mæta á kapp­ræðufund í Val­höll, sjálfu hreiðri Sjálf­stæðis­flokks­ins, um frjáls­ræði í áfeng­is­sölu, með öðrum orðum um af­nám ÁTVR.

Ég var þess vegna við öllu bú­inn þegar fund­ur­inn hófst. Sal­ur­inn var þétt­skipaður, áhug­inn á mál­efn­inu aug­ljós. Við vor­um í sama liði ég og Ari Matth­ías­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri SÁÁ og síðar þjóðleik­hús­stjóri. Í hinu liðinu var þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins og síðan áhugamaður um frjáls viðskipti.

Svo hófst fund­ur­inn. Bæði lið tefldu fram sín­um rök­um en að fram­sög­um lokn­um hóf­ust al­menn­ar umræður. En þá gerðist hið óvænta. Í ljós kom að málstaður okk­ar Ara Matth­ías­son­ar átti alls ekki und­ir högg að sækja í þessu musteri markaðshyggj­unn­ar. Mín til­finn­ing var sú að um helm­ing­ur sal­ar­ins væri bein­lín­is á okk­ar bandi og í spjalli að fund­in­um lokn­um sann­færðist ég um að svo væri í raun.

Þarna var engu að síður sam­an­komið fólk sem átti það sam­eig­in­legt að fylgja þeirri póli­tísku stefnu að virkja bæri markaðslög­mál­in eins og kost­ur væri, sem allra mest.

En eft­ir stóð þá hvað væri best.

Inn­an þessa hægris­innaða flokks var nefni­lega að finna fólk sem taldi að þegar lýðheils­an væri í húfi ætti hún að hafa for­gang. Þá væri það ekki endi­lega best að virkja markaðslög­mál­in sem mest. Og vel að merkja, þarna var fólkið sem trúði því að með því að virkja markaðinn næðist betri ár­ang­ur en með rík­is­stofn­un. Það gilti þá einnig um sölu áfeng­is. Því virk­ari sem hvat­ar markaðar­ins yrðu á því sviði þeim mun meira drykki þjóðin af brenni­víni og bjór. Það væri ekki endi­lega gott, hvað þá best.

Þetta er sú niðurstaða sem heil­brigðis­stétt­irn­ar hafa líka kom­ist að, ekki bara hér á landi held­ur einnig á heimsvísu. Alþjóðaheil­brigðismála­stofn­un­in hef­ur enda lýst aðdáun sinni á ís­lenska kerf­inu, því það stuðli að góðu ut­an­um­haldi og þar með lýðheilsu, og hvet­ur stofn­un­in okk­ur ein­dregið til að halda í fyr­ir­komu­lag er hafi ekki í sér inn­byggða hvata sem stuðli að sem mestri áfeng­isneyslu.

Menn hafa gert sér það til gam­ans að und­an­förnu að hæðast að þeim sem vöruðu við því við af­nám bjór­banns­ins að það myndi leiða til auk­inn­ar drykkju og þar með áfengistengdra sjúk­dóma. Ha, ha … hví­lík for­pokuð sjón­ar­mið. Ef­laust var það óhjá­kvæmi­legt að af­nema bjór­bannið en hitt stend­ur að við það jókst áfeng­isneysla svo sem nú er að birt­ast í skýrsl­um lækna um aukna tíðni skorpu­lifr­ar.

Sjálf­um finnst mér ágætt að fá mér í glas og vil hafa aðgengi að góðu úr­vali drykkja. Eins und­ar­legt og það kann nú að hljóma þá er nú­ver­andi fyr­ir­komu­lag neyt­enda­vænna að þessu leyti en að láta einkaaðila um hit­una. Hvort sem það yrðu sér­hæfðir sölu­menn eða Bón­us, Krón­an og Nettó eða kaup­fé­lagið þar sem það er enn við lýði, þá yrði úr­valið þar aldrei sam­bæri­legt við það sem ger­ist hjá ÁTVR sem þar að auki fær sína vöru á hag­kvæm­um kjör­um sök­um stærðar­inn­ar.

En sölu­menn­irn­ir deyja ekki ráðalaus­ir. Þeir vita að á Alþingi er varla meiri­hluti fyr­ir því að láta þá stjórna laga­setn­ing­unni, þar horfi all­ir flokk­ar, þótt í mis­mun­andi mæli sé, til ráðlegg­inga lýðheilsu­fólks. Þess vegna fara þeir aðra leið: Net­versl­un!

Bí­ræfn­ust er Costco-búðin. Þegar hún kom til Íslands vildi hún ráða laga­setn­ingu í land­inu enda vön því ann­ars staðar. Við ætt­um að heim­ila inn­flutn­ing á hráu kjöti, og áfengi þyrfti búðin að geta selt.

Þvert á lög býður Costco nú upp á áfengi á net­inu og hjörð aðila svipaðs sinn­is treður sömu slóð. Verði þetta ekki stöðvað þá hryn­ur nú­ver­andi fyr­ir­komu­lag.

Ráðherr­ar hafa sum­ir ekki haft vilja, aðrir ekki þrek, til að fram­fylgja lög­un­um og Alþingi í heild sinni virðist líða best með lokuð aug­un í vær­um blundi. Ákæru­valdið og lög­regl­an sem eiga að fram­fylgja lög­un­um virðast hafa skynjað að þarna séu lög sem megi (eða eigi að) hunsa líkt og bannið við áfengisaug­lýs­ing­um. Fram­leiðend­ur og sölu­menn áfeng­is hafa verið látn­ir kom­ast upp með að hunsa aug­lýs­inga­bannið og fjöl­miðlar, gírug­ir í aug­lýs­inga­pen­ing­inn, hafa verið meðvirk­ir.

En þá spyr ég aft­ur og nú alla stjórn­mála­menn hvar í flokki sem þeir standa, væri ekki hægt að sam­ein­ast um að gera það sem er best?

Myndin er af áfengi í Costco-verlsun

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu.

Skrá mig arrow_forward
Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí