Píratar hættir við að hætta við

Skoðun Trausti Breiðfjörð Magnússon 21. mar 2023

Er á fundi borgarstjórnar þar sem flokkar meirihlutans hafa nú ákveðið að keyra myndavélamálið í gegn. Með því verða settar upp eftirlitsmyndavélar í þeim tilgangi að fylgjast með mögulegum „hörðum mótmælum,“ eins og svo var orðað í rökstuðningi lögreglunnar með málinu.

Í síðustu viku vaknaði upp von um að Píratar myndu draga stuðning sinn við málið til baka. Nú er ljóst að svo verður ekki, heldur verður sú breyting á að samið verður um eftirlitið til eins árs í senn við lögregluna. Samkomulagið verði síðan endurnýjað árlega. Það er í raun ekkert sem verður öðruvísi í tillögunni eftir þessar breytingar.

Meirihlutinn tekur hér undir með lögreglunni um að eftirlit með mótmælum eigi að auka í Reykjavík. Hvernig flokkar sem kenna sig við friðhelgi einkalífsins og borgararéttindi samþykki svona tillögur sýnir hversu langt frá grunnstefnu sinni þeir eru farnir.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu.

Skrá mig arrow_forward
Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí