Um stöðina

Samstöðin

Samstöðin er fréttamiðill og vettvangur fyrir róttæka samfélagsumræðu og raddir þeirra sem ekki fá rúm í umfjöllun meginstraumsmiðla. Þættir Samstöðvarinnar eru allt í senn fréttir, fundir, sjónvarps-, útvarps- og hlaðvarpsþættir og innlegg í gagnvirka umræðu á samfélagsmiðlum.

Samstöðin er opin fyrir allt fólk sem vill styðja við baráttuna fyrir réttlæti, jöfnuði og samkennd.

Ábendingar um fréttir og umfjöllun sendist á: samstodin@samstodin.is

Ritstjóri Samstöðvarinnar er Gunnar Smári Egilsson

Skilmálar um vefkökur, notkun persónuupplýsinga og áskriftir

Byggð upp af fólki

Þau sem hafa áhuga á að búa til þætti, senda inn fréttir eða taka með öðrum hætti þátt í uppbyggingu Samstöðvarinnar eru hvött til að hafa samband: samstodin@samstodin.is.

Með því að læka efni frá Samstöðinni á samfélagsmiðlum, dreifa því og taka þátt í umræðum byggir þú upp dreifikerfi Samstöðvarinnar, með því að merkja við áskrift á youtube-rás Samstöðvarinnar og með því að læka á Facebooksíðu Samstöðvarinnar.

Allir reglulegir þættir Samstöðvarinnar eru aðgengilegir á helstu hlaðvarpsveitum.

Og með því að læka á Facebooksíðu Samstöðvarinnar

Allir reglulegir þættir Samstöðvarinnar eru aðgengilegir á helstu hlaðvarpsveitum.

Með því að læka efni frá Samstöðinni á samfélagsmiðlum, dreifa því og taka þátt í umræðum byggir þú upp dreifikerfi Samstöðvarinnar.

Alþýðufélagið

Alþýðufélagið er eigandi Samstöðvarinnar. Félagið hefur það markmið að auðga og bæta umræðu í samfélaginu. Allir geta gengið í Alþýðufélagið með því að skrá sig fyrir áskrift að Samstöðinni.

Félagsgjöld í Alþýðufélagið eru kr. 2.750 á mánuði og renna óskipt til dagskrár og útsendinga Samstöðvarinnar. Þau sem vilja, geta borgað tvöfalda eða fjórfalda áskrift.

Í stjórn Alþýðufélagsins eru: Bogi Reynisson hljóðmaður, Einar Már Guðmundsson rithöfundur, Eyjólfur Guðmundsson verkfræðingur, Gísli Tryggvason lögmaður, Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður Leigjendasamtakanna, Gunnar Smári Egilsson blaðamaður, Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur, Kristinn Sigmundsson óperusöngvari, María Pétursdóttir myndlistarkona, Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir prófessor, Sanna Magdalena Mörtudóttir forseti borgarstjórnar, Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar, Vigdís Grímsdóttir rithöfundur, Þóra Kristín Ásgeirsdóttir upplýsingafulltrúi, Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri, Þorvaldur Gylfason prófessor og Ævar Kjartansson útvarpsmaður.

Samþykktir félagsins

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí