Samstöðin
Samstöðin er fréttamiðill og vettvangur fyrir róttæka samfélagsumræðu og raddir þeirra sem ekki fá rúm í umfjöllun meginstraumsmiðla. Þættir Samstöðvarinnar eru allt í senn fréttir, fundir, sjónvarps-, útvarps- og hlaðvarpsþættir og innlegg í gagnvirka umræðu á samfélagsmiðlum.
Samstöðin er opin fyrir allt fólk sem vill styðja við baráttuna fyrir réttlæti, jöfnuði og samkennd.
Ábendingar um fréttir og umfjöllun sendist á: samstodin@samstodin.is
Ritstjóri Samstöðvarinnar er Gunnar Smári Egilsson
Skilmálar um vefkökur, notkun persónuupplýsinga og áskriftir
Byggð upp af fólki
Þau sem hafa áhuga á að búa til þætti, senda inn fréttir eða taka með öðrum hætti þátt í uppbyggingu Samstöðvarinnar eru hvött til að hafa samband: samstodin@samstodin.is.
Með því að læka efni frá Samstöðinni á samfélagsmiðlum, dreifa því og taka þátt í umræðum byggir þú upp dreifikerfi Samstöðvarinnar, með því að merkja við áskrift á youtube-rás Samstöðvarinnar og með því að læka á Facebooksíðu Samstöðvarinnar.
Allir reglulegir þættir Samstöðvarinnar eru aðgengilegir á helstu hlaðvarpsveitum.
Og með því að læka á Facebooksíðu Samstöðvarinnar
Allir reglulegir þættir Samstöðvarinnar eru aðgengilegir á helstu hlaðvarpsveitum.
Með því að læka efni frá Samstöðinni á samfélagsmiðlum, dreifa því og taka þátt í umræðum byggir þú upp dreifikerfi Samstöðvarinnar.
Alþýðufélagið
Alþýðufélagið er eigandi Samstöðvarinnar. Félagið hefur það markmið að auðga og bæta umræðu í samfélaginu. Allir geta gengið í Alþýðufélagið með því að skrá sig fyrir áskrift að Samstöðinni.
Félagsgjöld í Alþýðufélagið eru kr. 2.500 á mánuði og renna óskipt til dagskrár og útsendinga Samstöðvarinnar. Þau sem vilja, geta borgað tvöfalda eða fjórfalda áskrift.
Í stjórn Alþýðufélagsins eru: Eyjólfur Guðmundsson eðlisfræðingur og formaður stjórnar, Guðmundur Hrafn Arngrímsson landslagsarkitekt og formaður Samtaka leigjenda, Gunnar Smári Egilsson blaðamaður, María Pétursdóttir myndlistarkona og Þóra Kristín Ásgeirsdóttir blaðamaður. Og til vara: Björn Jónasson útgefandi, Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir prófessor og rithöfundur og Sanna Magdalena Mörtudóttir mannfræðingur og borgarfulltrúi.