Íslendingaspjall með hreim

Þættir sem fjalla um innflytjendasamfélagið á Íslandi, menningu þess, samskipti Íslendinga og hindranir í daglegu lífi innflytjenda.
Þátturinn er á dagskrá hálfsmánaðarlega.

Umsjón: Natasha Stolyarova

Upptökur

Þættir

Íslendingaspjall með hreim – Að gefa út bók á Íslandi

Íslendingaspjall með hreim – Að gefa út bók á Íslandiarrow_forward

S01 E003 — 23. feb 2022

Í Íslendingarspjall með hreim ræða rithöfundar af erlendum uppruna Helen Cova og Jakub Stachowiak um hvernig er það að finna sín pláss og gefa út bækur sínar á Íslandi, bókmenntasamfélag og viðhorf innflytjenda til íslenskrar tungu.

Íslendingaspjall með hreim – Íslenskar bókmenntir í útlöndum

Íslendingaspjall með hreim – Íslenskar bókmenntir í útlöndumarrow_forward

S01 E002 — 8. feb 2022

Að Íslendingarspjalli með hreim koma þýðendur frá þremur heimsálfum sem miðla íslenskum bókmenntum í útlöndum: frá Bandaríkjunum Larissa Kyzer, brasilískur Luciano Dutra og tékknesk Martina Kašparová.

Í þættinum skoðum við stöðu íslenskra bókmennta í þeim löndum og þróun hennar í gegnum árin. Hvaða höfundar eru að ná mestum vinsældum á erlendum vettvangi og hvernig lítur úrvalið af þýddum bókum á Íslandi út. Einnig tölum við um hvort það sé hægt að vera þýðandi í fullu starfi og hvaða áhríf heimsfaraldur hefur á vinnu þýðenda. Þáttastjórnandi er Natasha Stolyarova.

Íslendingaspjall með hreim – Fordómar gegn íslensku

Íslendingaspjall með hreim – Fordómar gegn íslenskuarrow_forward

S01 E001 — 25. jan 2022

Í Íslendingaspjalli með hreim ræðum við fordóma gegn íslensku. Við ræðum uppruna þeirrar skoðunar að íslenska sé erfitt tungumál og hvernig Íslendingar bregðast við hreim. Enn fremur spjöllum við um hvort útlenskt nafn skipti máli við atvinnuleit og hvort áhugi á tungumálum sé aðalatriði við máltöku.

Til að ræða þetta koma Jón Símon Markússon, fyrsti íslenskukennari af erlendum uppruna við hugvísindasvið Háskóla Íslands, Ana Stanićević, skáld, þýðandi og tungumálakennari, Artёm Ingmar Benediktsson, rannsakandi og sérfræðingur í fjölmenningarfræðum og gagnrýnum fjölmenningarfræðum og Richard Simcott, hyperpolyglot. Þátturinn er á ensku.

Þáttastjórnandi er Natasha Stolyarova.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí