Ungliðaspjallið

Spjallþáttur í umsjón ungliða frá mismunandi félögum, flokkum og hreyfingum.

Podcast expand_more Fim kl. 17:30 (hálfsmánaðarlega)

Þættir

Ungliðaspjallið #9 – Finnbjörn A. Hermannsson

Ungliðaspjallið #9 – Finnbjörn A. Hermannssonarrow_forward

S01 E009 — 22. nóv 2023

Finnbjörn A. Hermannsson er forseti ASÍ og verður gestur okkar í Ungliðaspjallinu í kvöld. Við munum ræða um kjaramálin, verkalýðsbaráttuna, neyðina í húsnæðismálum, heilbrigðiskerfinu og skort ráðafólks á raunverulegum lausnum og áhrifaríkum kerfisbreytingum.

Þátturinn er í umsjón Karls Héðins Kristjánssonar.

Ungliðaspjallið #8 – Steinþór Logi Arnarsson

Ungliðaspjallið #8 – Steinþór Logi Arnarssonarrow_forward

S01 E008 — 15. nóv 2023

Steinþór Logi Arnarsson er formaður Samtaka Ungra Bænda og í Ungliðaspjallinu í kvöld ætlum við að ræða við hann um stöðu íslenskra bænda, nýliðun í greininni og nýlega yfirstaðinn baráttufund Samtaka Ungra Bænda. Yfirskrift fundarins var „Laun fyrir lífi“. Þar var talað um alvarlega stöðu ungra íslenskra bænda og veruleikann sem blasir við ef ekkert breytist.

Við munum ræða við Steinþór um stöðuna, hvað veldur erfiðleikum í greininni, slæma stöðu nýliðunnar og hvað er til ráðs. Þátturinn er í umsjón Árna Péturs Árnasonar, Elísabetar Guðrúnar og Jónsdóttur.

01:28 Steinþór Logi Arnarsson, formaður Samtaka ungra bænda

Ungliðaspjallið #7 – Hjálmtýr Heiðdal

Ungliðaspjallið #7 – Hjálmtýr Heiðdalarrow_forward

S01 E007 — 8. nóv 2023

Hjálmtýr Heiðdal er formaður vináttufélagsins Ísland – Palestína og verður viðmælandi okkar í kvöld.

00:07 Ungliðaspjall
16:19 Hjálmtýr Heiðdal

Árásir Ísraelshers á Gaza halda ótrauðar áfram með fullum stuðningi svo til allra Vesturlanda, á morgun kl. 17 verður mótmælt fyrir utan bandaríska sendiráðið en Bandaríkin senda yfir 3 milljarða dollara í hernaðarstyrk til Ísraels á ári hverju, þrátt fyrir ítrekaða og viðvarandi stríðsglæpi og mannréttindabrot Ísraelsríkis

Umsjónarmenn þáttarins í kvöld eru Árni Pétur Árnason og Elísabet Guðrúnar og Jónsdóttir, meðlimir Ungra Pírata. Una María sem er meðlimur Ungs Jafnaðarfólks og Karl Héðinn Kristjánsson, formaður Ungra Sósíalista

NEYÐARHJÁLP TIL GAZA
Reikningur 542-26-6990
Kt. 520188-1349

Ungliðaspjallið #6 – Jóna Benediktsdóttir

Ungliðaspjallið #6 – Jóna Benediktsdóttirarrow_forward

S01 E006 — 26. okt 2023

Í Ungliðaspjallinu í kvöld ræðum við um nýju stjórnarskrána með Jónu Benediktsdóttur, formanni Stjórnarskrársfélagsins.

Síðastliðinn föstudag voru 11 ár frá því að þjóðin samþykkti tillögur stjórnlagaráðs sem grundvöll nýrrar stjórnarskrár. Þingið hefur brugðist hlutverki sínu sem málsvari þjóðarinnar en baráttan fyrir nýrri stjórnarskrá hefur aldrei hætt.

Í byrjun þáttarins ræðum við um kvennaverkfallið og fáum svo Jónu Benediktsdóttir inn til að ræða við okkur um nýju stjórnarskrána og þá valdníðslu sem hefur einkennt eftirmála þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Þátturinn er í umsjón Alínu Vilhjálmsdóttur, Elísabetar Guðrúnar- og Jónsdóttur, Karls Héðins Kristjánssonar og Þorvarðar Bergmanns Kjartanssonar

00:00 Umræður um kvennaverkfallið
19:42 Jóna Benediktsdóttir

Ungliðaspjallið #5 – Kristrún Frostadóttir

Ungliðaspjallið #5 – Kristrún Frostadóttirarrow_forward

S01 E005 — 12. okt 2023

Í Ungliðaspjallinu í kvöld ræddum við málefni vikunnar með formanni Samfylkingarinnar; Kristrúnu Frostadóttur. Fjallað var um Ísrael og Palestínu, afsögn Bjarna Benediktssonar sem fjármálaráðherra, ábyrgð í stjórnmálum, þjóðarmarkmið Samfylkingarinnar í heilbrigðis- og öldrunarmálum, félagshyggju og leiðina áfram fyrir Ísland.

Ungliðaspjallið #4 – Orri Páll Jóhannsson

Ungliðaspjallið #4 – Orri Páll Jóhannssonarrow_forward

S04 E001 — 14. sep 2023

Í Ungliðaspjalli vikunnar ræðum við við Orra Pál Jóhannsson, þingflokksformann Vinstri Grænna, um málefni vikunnar.

Þátturinn er í umsjón Elísabetar Guðrúnar og Jónsdóttur, Jósúa Gabríels Davíðssonar, Karls Héðins Kristjánssonar og Þorvarðar Bergmanns Kjartanssonar.

Ungliðaspjallið # 3 – Björn Leví Gunnarsson

Ungliðaspjallið # 3 – Björn Leví Gunnarssonarrow_forward

S01 E003 — 24. ágú 2023

Björn Leví Gunnarsson er þingmaður Pírata sem hefur beitt sér gegn spillingu á Íslandi um árabil og er dyggur stuðningsmaður nýju stjórnarskrárinnar. Við spjöllum við Björn um stjórnmálin almennt, afleiðingar nýju útlendingalaganna og um gang þingsins.

Þátturinn er í umsjón Karls Héðins Kristjánssonar sem er Ungur Sósíalisti, Anítu Sóleyjar Scheving Þórðardóttur frá aðgerðarhópnum Andófi og Ármanni Leifssyni sem kemur frá Ungu Jafnaðarfólki.

Ungliðaspjallið #2 – Atli Þór Fanndal

Ungliðaspjallið #2 – Atli Þór Fanndalarrow_forward

S01 E002 — 13. júl 2023

Í Ungliðaspjalli kvöldsins fáum við til okkar Atla Þór Fanndal, framkvæmdastjóra Íslandsdeildar Transparency International. Við ætlum að ræða við hann um spillingu í víðum skilningi og fjalla um hvernig spilling birtist okkur hér heima og annars staðar og hvernig á að draga úr henni. Áður en Atli kemur í spjallið munu þáttastjórnendur ræða um málefni líðandi stundar.

Þáttarstjórnendur í kvöld eru Karl Héðinn Kristjánsson, Aníta Sóley Scheving Þórðardóttir, Daníel Þröstur Pálsson og Þorvarður Bergmann Kjartansson. Þau eru frá ungliðahreyfingum Sósíalista, Pírata, ASÍ og félaginu Andóf, sem setur mannréttindi yfir pólitík.

Ungliðaspjallið #1 – Birgitta Jónsdóttir

Ungliðaspjallið #1 – Birgitta Jónsdóttirarrow_forward

S01 E001 — 23. jún 2023

Nýr þáttur á Samstöðinni í umsjón ungliða frá mismunandi félögum, flokkum og hreyfingum. Rætt er um málefni líðandi stundar út frá forsendum og sjónarhorni unga fólksins. Stjórnendur þáttarins eru Karl Héðinn Kristjánsson frá Ungum Sósíalistum, Jósúa Gabríel Davíðsson frá Ungum Vinstri Grænum, Þorvarður Bergmann Kjartansson frá ASÍ-Ung og Elísabet Guðrúnar og Jónsdóttir frá ungum Pírötum. Við tökum fram að við stjórnum þættinum ekki formlega fyrir þessar hreyfingar heldur tölum út frá okkar sjónarmiðum.

Í fyrsta þættinum fengum við til okkar Birgittu Jónsdóttir fyrrverandi þingkonu, ljóðskáld og aktívista en áður en hún kemur inn í spjallið ræddum við okkar á milli um hvalveiðar, útlendingaandúð og samfélagsmiðlana. Um umhverfismálin og mikilvægi þess að virkja fólk til stjórnmála- og félagaþátttöku og hvernig er hægt að stuðla að slíku. Fullpakkaður þáttur sem þið viljið ekki missa af!

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí