Innflytjendur skammaðir fyrir að gera kröfur

Innflytjendur 21. sep 2022

Victoria Bakshina, háskólanemi og íslenskukennari, segir að opið bréf innflytjenda þar sem þeir gera þrjár kröfur á hendur samfélagi hafi fengið góðar viðtökur hjá öðrum innflytjendum, en líka verri. Sumum finnst að innflytjendur eigi ekki að gera kröfur, að þeir geti beðið og óskað en eigi ekki að krefjast.

Kröfurnar í bréfinu voru þrennskonar: Um að innflytjendur geti fengið ríkisborgararétt fyrr, að þeir geti fengið kennitölu beint en ekki aðeins í gegnum fyrirtækið sem þau vinna hjá og að aðgengi að íslenskukennslu verði bætt og hún verði ódýrari.

Victoria segir að sér hafi komið á óvart að þetta bréf hafi ekki fengið umfjöllun í fjölmiðlum, sérstaklega í ljósi þess hversu mikið er rætt um innflytjendur. Nokkrir þingmenn hafi svarað bréfinu og vilji hitta hópinn.

En mestu viðbrögðin koma frá öðrum innflytjendum sem vilja taka þátt í baráttu. Það stefnir í að úr þessu framtaki verði til félag sem ætli sér að fylgja þessum kröfum eftir.

Þá sem vilja styðja baráttu innflytjendanna geta skrifað undir opna bréfið hér: Demand actions for immigrants’ equality in Iceland

Viðtalið við Victoriu Bakshina má sjá í spilaranum hér að ofan.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Skrá mig arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí