Segir hatursbálið aftur hafa blossað upp hjá Kristrúnu

Innflytjendur 24. feb 2024

Stór orð féllu þegar fjölmiðlamennirnir Illugi Jökulsson og Gunnar Smári Egilsson ræddu útlendingamál á þræði Illuga á facebook í gær.

Illugi vitnaði til upplýsinga sem komu fram hjá Gunnari Smára um tölur um hælisleitendur hér á landi. Þar segir að frá september 2022 til janúar 2023 sóttu 2.422 um hæli á Íslandi. Frá september 2023 til janúar 2024 sóttu 1.368 um hæli. Þetta sé fækkun um 1.054 eða um 44 prósent.

„Samt þurfum við dag eftir dag að hlusta á stjórnmálafólk belgja sig út um stjórnleysi á landamærum, að ekkert verði við neitt ráðið og að grípa þurfi til aðgerða strax,“ segir Gunnar Smári.

Einnig segir hann: „Fyrir utan tilboð stjórnvalda til íbúa Úkraínu og Venesúela varð hér engin aukning hælisleitenda sem ekki mátti skýra með smá kúf sem fylgdi eftir covid. Allt tal stjórnmálafólksins um að sérreglur á Íslandi dragi fólk hingað í meira mæli en til annarra landa er þvæla. Fyrir utan að fjöldi hælisleitenda sem hingað koma á eigin vegum skýra á engan hátt aukinn kostnað við hælisleitendakerfið og enn síður veika stöðu innviða og grunnkerfa samfélagsins.“

Stjórnmálaelítan hefur því að mati Gunnars Smára fundið sér blóraböggla til að fela eigin vanrækslu og fyrirhyggjuleysi, réttlætingu fyrir niðurdrepi allra innviða.

„Og hún valdi bjargarlaust fólk, fólk sem ekkert á nema fötin sem það stendur í,“ segir hann. „Þetta er skammarlegasta framganga yfirvalda á minni ævi. Ég hef ekki orðið vitni að öðru eins um mína daga.“

 Illugi tekur undir. Hann brýnir Samfylkingarfólk til að elta ekki óhæfuna.

En Gunnar Smári segir brýninguna of seint fram komna. Bjarni Ben hafi skvett olíu á eldinn. „En bálið gaus svo enn frekar upp þegar Kristrún hellti úr sínum fötum,“ segir Gunnar Smári og bætir við: „Það er eins og samfélagið logi stafnana á milli af rasisma og Islamófóbíu. Kannski er þetta varanleg eyðilegging, kannski erum við komin inn í öld hatursins?“

Samstöðin hefur sent Jóhanni Páli Jóhannssyni, þingmanni Samfylkingarinnar sem Illugi taggar í færslu sinni, formlega fyrirspurn. Spurt er um stefnu flokksins í einstökum atriðum í útlendingamálum. Svar hefur ekki borist.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí