Könnun Maskínu á afstöðu fólks til flóttafólks á Íslandi sýnir almennt jákvæða afstöðu. En fólk verður neikvæðara eftir því sem það er eldra og eftir því sem menntun þess er minni. En mesti munurinn er á milli fylgjenda flokkanna. Sjálfstæðisflokkurinn, Miðflokkurinn og Flokkur fólksins eru í sérflokki. Fylgjendur þessara flokka finnst almennt of mikið af flóttafólki á Íslandi.
Maskína spurði í ágúst, áður en Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hóf umræðuna um álag á innviði vegna fjölgun flóttafólks en eftir innrásina í Úkraínu. Spurt var: Telur þú að fjöldi flóttafólks sem fær hæli á Íslandi sé of mikill, hæfilegur eða of lítill, eins og staðan er í dag?
Yfir heildina voru flestir á því að fjöldinn væri hæfilegur. Það er aðeins meðal hinna yngstu sem fleiri sögðu að flóttafólkið væru of fátt en þau sem sögðu að fjöldinn væri hæfilegur.
En ef við berum saman þau sem sögðu að það væri of fáir flóttamenn hér og þau sem sögðu þá vera of marga þá kemur í ljós að almennt voru þau fleiri sem sögðu flóttamenn of fáa. Einkum meðal kvenna og hinna yngri, en einnig var nokkur munur meðal fólks með miðlungstekjur og hærri og hjá fólki í Reykjavík og á Austurlandi.
Aðeins fleiri karlar töldu flóttamenn of marga og einnig fólk með lágar tekjur. En mesti munurinn var meðal hinna elstu, fólks með enga framhalds- eða háskólamenntun og fólks á Suðurlandi. Þessi sérstaða fólks á Suðurlandi hefur birst í öllum könnunum um þetta málefni.
Til að túlka þessar niðurstöður má vísa til rannsókna sem segja að því minni kynni sem fólk hefur af innflytjendum eða flóttafólki því neikvæðari afstöðu hefur það til fólksins. Það getur átt við eldra fólk en á varla við þau sem lægstu atvinnutekjurnar og minnstu menntunina því innflytjendur eru um helmingur ófaglærðs verkafólks á landinu. Þar spilar líklega inn í aukin samkeppni um störf og leiguhúsnæði.
En það sem ræður mestu eru stjórnmálaskoðanir fólks, eins og sjá má á þessu súluriti:
Þarna skiptast flokkarnir í tvö horn. Stuðningsfólk Pírata, Samfylkingar, Vg, Viðreisnar og Sósíalistaflokks telja flóttafólk hér of fátt en síður of margt. Þessu eru öfugt farið hjá Framsókn, Flokki fólksins, Miðflokknum og Sjálfstæðisflokknum. Þar eru mun fleiri sem segja flóttafólk og margt en þau sem segja það of fátt.
Stuðningsfólk Framsóknar er aðeins minna neikvætt gagnvart flóttafólki en fylgjendur hinna flokkanna. Fæstir fylgjendur Sjálfstæðisflokks telja flóttafólk of fátt en flestir fylgjendur Miðflokksins eru á því að flóttafólk sé of margt.
Önnur leið til að sýna ólíka afstöðu fylgjenda flokkanna er að búa til lista um afstöðu til fjölda flóttafólk þar sem neikvæð afstaða er dregin frá þeirri jákvæðu. Sá listi lítur svona út:
Neikvæðir flokkar:
Miðflokkurinn: -59,3%
Flokkur fólksins: -42,0%
Sjálfstæðisflokkur: -38,9%
Framsókn: -14,4%
Jákvæðir flokkar:
Sósíalistaflokkurinn: +30,4%
Viðreisn: +34,7%
Vg: +40,0%
Samfylkingin: +45,4%
Píratar: +49,4%