Inga Sæland lokar úrræði flóttafólks

Félagsmálaráðherra, Inga Sæland hyggst ekki endurnýja þjónustusamning ráðuneytisins við Rauða krossinn en úrræðið sem er neyðar- gistiskýli skýtur skjólshúsi yfir tug einstaklinga dag hvern. Að öllu óbreyttu lendir hópurinn á götunni eftir fáeinar vikur.

Þegar lögum um útlendinga var breytt vorið 2023 var ákveðið að þau sem hefðu fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd myndu missa rétt á allri þjónustu. Eftir það ætti fólk að yfirgefa landið sjálfviljugt, nokkuð öfugsnúið í ljósi þess að hér er um hóp fólks að ræða sem telur sig ekki öruggt í heimalandi sínu. Þessi hópur fólks sem sér sér ekki fært að fara tilbaka, lendir utan kerfis og er heimilis- og réttindalaust á Íslandi. Til að koma til móts við þetta „heimatilbúna“ vandamál sem skapaðist við lagasetninguna var gerður þjónustusamningur milli ríkisins og Rauða krossins um rekstur neyðar- gistiskýlis fyrir fólk sem lendir á milli.

Rætt verður við Þóri Hall Sveinbjörnsson, forstöðumann skýlisins um stöðuna og hvapa afleiðingar þetta kunni að hafa við rauða borðið í kvöld klukkan átta.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí