Félagsmálaráðherra, Inga Sæland hyggst ekki endurnýja þjónustusamning ráðuneytisins við Rauða krossinn en úrræðið sem er neyðar- gistiskýli skýtur skjólshúsi yfir tug einstaklinga dag hvern. Að öllu óbreyttu lendir hópurinn á götunni eftir fáeinar vikur.
Þegar lögum um útlendinga var breytt vorið 2023 var ákveðið að þau sem hefðu fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd myndu missa rétt á allri þjónustu. Eftir það ætti fólk að yfirgefa landið sjálfviljugt, nokkuð öfugsnúið í ljósi þess að hér er um hóp fólks að ræða sem telur sig ekki öruggt í heimalandi sínu. Þessi hópur fólks sem sér sér ekki fært að fara tilbaka, lendir utan kerfis og er heimilis- og réttindalaust á Íslandi. Til að koma til móts við þetta „heimatilbúna“ vandamál sem skapaðist við lagasetninguna var gerður þjónustusamningur milli ríkisins og Rauða krossins um rekstur neyðar- gistiskýlis fyrir fólk sem lendir á milli.
Rætt verður við Þóri Hall Sveinbjörnsson, forstöðumann skýlisins um stöðuna og hvapa afleiðingar þetta kunni að hafa við rauða borðið í kvöld klukkan átta.