Guðmundur Árni vill verða varaformaður, Heiða Björk víkur

Stjórnmál 16. okt 2022

Guðmundur Árni Stefánsson bæjarfulltrúi í Hafnarfirði ætlar að bjóða sig fram til varaformanns Samfylkingarinnar á komandi landsfundi. Þessu lýsti hann yfir rúmum klukkutíma eftir að varaformaðurinn Heiða Björk Hilmisdóttir sagðist ekki ætla að bjóða sig fram.

„Ég hef ákveðið að gefa kost á mér sem varaformaður Samfylkingarinnar – jafnaðarmannaflokks Íslands á landsfundi flokksins 28. og 29.október næstkomandi,“ skrifar Guðmundur Árni.

„Með því vil ég freista þess að leggja jafnaðarmönnum lið og einnig nýrri forystu flokksins, en nokkuð ljóst er að Kristrún Frostadóttir alþingiskona, mun að óbreyttu taka við formennsku í flokknum. Það er fagnaðarefni og ég sé alla möguleika á því að jafnaðarmenn nái vopnum sínum og sterkri stöðu í pólitíkinni undir hennar leiðsögn og samhentri forystu meðgrunngildi jafnaðarstefnunnar að leiðarljósi.“

Þetta var skrifað aðeins stuttu eftir að Heiða Björk sendi frá sér sína yfirlýsingu: „Ég hef tekið þá ákvörðun að gefa ekki kost á mér til áframhaldandi starfa sem varaformaður Samfylkingarinnar. Það hefur verið sannur heiður og ánægja að gegna því hlutverki í tæp sex ár, lengur en nokkur annar í viðburðaríkri sögu flokksins.“

„Um síðustu mánaðamót tók ég við sem formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og mun gegna því embætti næstu fjögur árin,“ skrifar Heiða Björk. „Þessu nýja mikilvæga hlutverki fylgir mikil ábyrgð og ég vill leggja mig alla fram um að standa undir því mikla trausti sem sveitarstjórnarfólk um allt land, úr öllum flokkum, hefur sýnt mér með kjöri mínu. Það skiptir miklu máli fyrir íslenskt samfélag að sveitarfélögin séu samtaka og nái árangri til að tyggja hér jöfn tækifæri og lífsgæði um allt land, tryggja samkeppnishæft ísland.“

Guðmundur Árni kynnir framboð sitt í status á Facebook: „Flokkar eru ekki bara formenn heldur einnig breidd í forystu. Og þess vegna er það mat mitt að ég geti komið baráttu jafnaðarmanna að gagni í stöðu varaformanns. Ég vil leggja mitt lóð á vogarskálarnar.“

Og Guðmundur Árni Lýsir yfir stuðningi við Kristrúnu Frostadóttur sem formann, enda enginn annar í framboði: „Með unga en afar kröftuga þingkonu, Kristrúnu Frostadóttur, í stöðu formanns og með mig við hlið hennar í forystu; mann sem hefur verið þátttakandi pólitík um áratugaskeið og barist fyrir frelsi, jafnrétti og samstöðu jafnlengi undir merkjum jafnaðarmanna, þá hygg ég að mikilvæg breidd í forystu verði til staðar. Ennfremur er þannig gætt að jöfnuði kynja ólíkum aldri og búsetu í forystusveit,“ skrifar Guðmundur Árni.

Helga Vala Helgadóttir þingmaður bauð sig fram til varaformanns fyrir tveimur árum en þá fékk Heiða Björg fékk 534 atkvæði eða 60%, en Helga Vala 351 atkvæði.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí