Liz Truss var með næstum eins afgerandi vantraust og Bjarni

Stjórnmál 21. okt 2022

Í síðustu mælingu á afstöðu Breta til þess hvernig Liz Trauss stóð sig í starfi sögðust 70% óánægðir með hana. Það er sjónarmun skárri útkoma en þegar Íslendingar voru spurðir um frammistöðu Bjarna Benediktssonar síðast liðið vor. Þá sögðust 71% ekki treysta Bjarna.

Staða Truss var þó verri því aðeins 9% Breta voru ánægð með hana. Ef við drögum það frá þeim sem voru óánægðir þá mældist Truss í mínus 61%.

Þegar 71% sögðust ekki treysta Bjarna voru 18% sem sögðust treysta honum. Hans nettóstaða var því mínus 53%.

Þegar Richard Nixon hrökklaðist frá embætti 1973 sögðust 66% Bandaríkjamanna ekki treysta honum en 24% að þeir gerðu það. Nixon flaug því burt í þyrlunni með nettó mínus 42%.

Þegar Boris Johnson neyddist til að segja af sér í sumar sögðust 25% treysta honum en 66% vantreysta honum. Hann gafst upp og sagði af sér með nettó mínus 41%.

Það sést á þessum samanburði að Íslendingar hafa ekkert meira álit á vanhæfu stjórnmálafólki en fólk í næstu löndum. Munurinn er sá að íslensk stjórnmálamenning ver hin vanhæfu. Hér getur stjórnmálafólk hangið upp löngu eftir að almenningur hefur misst allt traust á því.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí