Liz Truss var með næstum eins afgerandi vantraust og Bjarni

Stjórnmál 21. okt 2022

Í síðustu mælingu á afstöðu Breta til þess hvernig Liz Trauss stóð sig í starfi sögðust 70% óánægðir með hana. Það er sjónarmun skárri útkoma en þegar Íslendingar voru spurðir um frammistöðu Bjarna Benediktssonar síðast liðið vor. Þá sögðust 71% ekki treysta Bjarna.

Staða Truss var þó verri því aðeins 9% Breta voru ánægð með hana. Ef við drögum það frá þeim sem voru óánægðir þá mældist Truss í mínus 61%.

Þegar 71% sögðust ekki treysta Bjarna voru 18% sem sögðust treysta honum. Hans nettóstaða var því mínus 53%.

Þegar Richard Nixon hrökklaðist frá embætti 1973 sögðust 66% Bandaríkjamanna ekki treysta honum en 24% að þeir gerðu það. Nixon flaug því burt í þyrlunni með nettó mínus 42%.

Þegar Boris Johnson neyddist til að segja af sér í sumar sögðust 25% treysta honum en 66% vantreysta honum. Hann gafst upp og sagði af sér með nettó mínus 41%.

Það sést á þessum samanburði að Íslendingar hafa ekkert meira álit á vanhæfu stjórnmálafólki en fólk í næstu löndum. Munurinn er sá að íslensk stjórnmálamenning ver hin vanhæfu. Hér getur stjórnmálafólk hangið upp löngu eftir að almenningur hefur misst allt traust á því.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Skrá mig arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí