Ríkisstjórnin myndi ekki fá nema 30 þingmenn ef úrslit kosninga yrði eins og niðurstöður nýrrar könnunar. Sjálfstæðisflokkurinn tapar tveimur þingmönnum en Framsókn og Vg sitthvorum þremur. Flokkur fólksins myndi ekki ná inn á þing og myndi missa sína sex þingmenn.
Píratar og Samfylking bæta við sig fylgi, fengju 10 þingmenn hvort flokkur, fjórum fleiri en þeir hafa nú. Viðreisn myndi bæta við sig einum þingmanni. Samanlagt fara þessir flokkar úr 26,8% í 38,2%.
Miðflokkurinn mælist með svipað fylgi og í kosningum og fengi þrjá þingmenn, endurheimti þann sem flúði yfir í Sjálfstæðisflokkinn. Flokkur fólksins hefur hins vegar misst nánast helminginn af sínu fylgi, næði ekki inn á þing og missti alla sína sex þingmenn.
Sósíalistar mælast stærri en bæði Flokkur fólksins og Miðflokkur, fengi fjóra þingmenn kjörna.
Breytingar á fylgi flokka eru litlar frá síðustu könnun. Sjálfstæðisflokkur og Píratar bæti eilítið við sig en breytingar á fylgi annarra flokka eru sáralitlar.
Svona skiptast þingmenn samkvæmt könnuninni (innan sviga breyting frá núverandi þingheimi, eftir flokkaflakk):
Ríkisstjórn:
Sjálfstæðisflokkur: 15 þingmenn (-2)
Framsóknarflokkur: 10 þingmenn (-3)
Vg: 5 þingmenn (-3)
Ríkisstjórn alls: 30 þingmaður (-8)
Hin svokallaða frjálslynda miðja:
Samfylkingin: 10 þingmenn (+4)
Píratar: 10 þingmenn (+4)
Viðreisn: 6 þingmenn (+1)
Hin svokallaða frjálslynda miðja: 26 þingmenn (+9)
Ný-hægri andstaðan:
Flokkur fólksins: Enginn þingmaður (-6)
Miðflokkurinn: 3 þingmenn (+1)
Ný-hægri andstaðan: 3 þingmenn (-5)
Stjórnarandstaða utan þings:
Sósíalistaflokkurinn: 4 þingmenn (+4)
Niðurstaða könnunar Maskínu. Könnunin fór fram dagana 30. september til 17. október 2022.
Ef við skoðum breytinguna frá kosningum þá er hún þessi:
Þessir bæta við sig:
Píratar: +5,7 prósentur
Samfylkingin: +4,5 prósentur
Sósíalistar: +2,4 prósentur
Viðreisn: +1,2 prósentur
Þessi standa í stað:
Miðflokkur: -0,4 prósentur
Þessir missa fylgi:
Sjálfstæðisflokkur: -1,6 prósentur
Framsókn: -2,3 prósentur
Flokkur fólksins: -4,2 prósentur
Vg: -4,9 prósentur
Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga