Útgerðin 800 milljörðum ríkari í raun en á pappírunum

Sjávarútvegur 28. okt 2022

Samkvæmt samantekt Deloitte eru skráð eign útgerðarinnar á kvóta 405 milljarðar króna. Þetta er aðeins um þriðjungur af markaðsvirði kvótans, sem er um 1.200 milljarðar. Útgerðin er því miklu ríkari en fram kemur í ársreikningum fyrirtækjanna, miklu máttugri.

Þetta kemur í nýjasta tölublaði Stundarinnar. Ástæðan fyrir þessum mun er að kvótinn er færður í bækur á nafnvirði, oftast á því verði sem hann var keyptur á fyrir mörgum árum. Markaðsvirði kvótans er hins vegar þekkt, kvóti gengur kaupum og sölum og því auðvelt að sjá hvert raunvirði hans er.

Miðað við mat útgerðarinnar sjálfrar á verðmæti kvótans er hann um 1.200 milljarða króna virði. Að nafninu til er þetta eign þjóðarinnar en í raun eign útgerðarinnar, að stærstum hluta eign 8-12 fjölskyldna.

Í Stundinni kemur fram að eigið fé útgerðarinnar sé um 373 milljarðar króna, en ættu að vera nær 1.200 milljörðum króna ef kvótinn yrði bókfærður á raunvirði.

Raunvirði kvótans afhjúpar hversu lág veiðigjöld eru, um 0,4% af verðmæti kvótans á ári. Það er álíka hlutfall og ef íbúð sem kostar 60 m.kr. væri leigð út á 20.800 kr. á mánuði.

Lág veiðigjöld og ódýr aðgangur að auðlindum sjávar er helsta ástæðan fyrir því að eigendur stórútgerðarinnar hafa auðgast stórkostlega á undanförnum árum og eru í dag orðnir ríkari í samanburði við almenning en ríkt fólk hefur nokkru sinni verið á Íslandi.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí