Framsókn og Vg tapa í ríkisstjórnarsamstarfinu

Stjórnmál 2. nóv 2022

Svo til engin breyting er frá fyrra mánuði á niðurstöðum skoðanakönnunar Gallup yfir október. Ríkisstjórnarflokkarnir mælast með samanlagt 30 þingmenn, hafa tapað átta frá kosningum. Sjálfstæðisflokkurinn er í kjörfylgi en bæði Framsókn og Vg vel undir sínu fylgi í kosningunum.

Eins og síðast mælist Samfylkingin nú stærst á miðjunni, stærri en Framsókn og Píratar. Vg er jafn stór og Viðreisn og Flokkur fólksins, Sósíalistar og Miðflokkur eru með viðlíka fylgi.

Svona skiptast þingmenn samkvæmt könnuninni (innan sviga breyting frá núverandi þingheimi, eftir flokkaflakk):

Ríkisstjórn:
Sjálfstæðisflokkur: 16 þingmenn (-1)
Framsóknarflokkur: 9 þingmenn (-4)
Vg: 5 þingmenn (-3)
Ríkisstjórn alls: 30 þingmaður (-8)

Hin svokallaða frjálslynda miðja:
Samfylkingin: 11 þingmenn (+5)
Píratar: 8 þingmenn (+2)
Viðreisn: 5 þingmenn (+/-0)
Hin svokallaða frjálslynda miðja: 24 þingmenn (+7)

Ný-hægri andstaðan:
Flokkur fólksins: 3 þingmenn (-3)
Miðflokkurinn: 3 þingmenn (+1)
Ný-hægri andstaðan: 6 þingmenn (-2)

Stjórnarandstaða utan þings:
Sósíalistaflokkurinn: 3 þingmenn (+3)

Svona birti Ríkissjónvarpið niðurstöðurnar. Þarna er allt svo til óbreytt frá fyrra mánuði.

Munurinn á mælingu Gallup og Maskínu frá um miðjan mánuð er að Gallup mælir Sjálfstæðisflokk, Samfylkingu og Flokk fólksins sterkari en Maskína en Pírata og Sósíalista veikari. Sem kann að sýna að þátttakendur hjá Gallup sé eldri.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí