Svo til engin breyting er frá fyrra mánuði á niðurstöðum skoðanakönnunar Gallup yfir október. Ríkisstjórnarflokkarnir mælast með samanlagt 30 þingmenn, hafa tapað átta frá kosningum. Sjálfstæðisflokkurinn er í kjörfylgi en bæði Framsókn og Vg vel undir sínu fylgi í kosningunum.
Eins og síðast mælist Samfylkingin nú stærst á miðjunni, stærri en Framsókn og Píratar. Vg er jafn stór og Viðreisn og Flokkur fólksins, Sósíalistar og Miðflokkur eru með viðlíka fylgi.
Svona skiptast þingmenn samkvæmt könnuninni (innan sviga breyting frá núverandi þingheimi, eftir flokkaflakk):
Ríkisstjórn:
Sjálfstæðisflokkur: 16 þingmenn (-1)
Framsóknarflokkur: 9 þingmenn (-4)
Vg: 5 þingmenn (-3)
Ríkisstjórn alls: 30 þingmaður (-8)
Hin svokallaða frjálslynda miðja:
Samfylkingin: 11 þingmenn (+5)
Píratar: 8 þingmenn (+2)
Viðreisn: 5 þingmenn (+/-0)
Hin svokallaða frjálslynda miðja: 24 þingmenn (+7)
Ný-hægri andstaðan:
Flokkur fólksins: 3 þingmenn (-3)
Miðflokkurinn: 3 þingmenn (+1)
Ný-hægri andstaðan: 6 þingmenn (-2)
Stjórnarandstaða utan þings:
Sósíalistaflokkurinn: 3 þingmenn (+3)
Svona birti Ríkissjónvarpið niðurstöðurnar. Þarna er allt svo til óbreytt frá fyrra mánuði.
Munurinn á mælingu Gallup og Maskínu frá um miðjan mánuð er að Gallup mælir Sjálfstæðisflokk, Samfylkingu og Flokk fólksins sterkari en Maskína en Pírata og Sósíalista veikari. Sem kann að sýna að þátttakendur hjá Gallup sé eldri.