Mannkynið varð 8 milljarðar klukkan níu í morgun

Auðvitað er ekki hægt að fullyrða það með neinni vissu, en það er samt áætlað á mannfjöldinn á jörðinni hafi klukkan níu í morgun náð því marki að verða átta milljarðar. Þetta er tilefni til að fagna. Það er ekki mannfjöldinn sem ógnar jörðinni heldur stjórnlaust sóun, óhóf og mengun kapítalismans.

Ef allir jarðarbúa myndu neyta og sóa til jafns við Íslendinga þyrfti fimm jarðir til að standa undir þessum átta milljörðum. Það mætti orða það svo að jörðin þolir 1,6 milljarð manna sem hafa neyta á borð við Íslendinga. Ef fólk lætur sér nægja að neyta og sóa eins og fólk gerir að jafnaði í Sri Lanka þá er jörðin akkúrat passleg fyrir 8 milljarða. Og ef fólk gæti vanið sig á líf eins og það er að meðaltali í Rúanda þá mætti mannkynið þess vegna verða 16 milljarðar.

Talið er að mannkynið verði um 10,8 milljarðar á níunda áratug þessarar aldar, en fari fækkandi eftir það. Reikna má með að mannkynið fari yfir 9 milljarða 2038.

Miðað við þjóðskrá eru íbúar Íslands um 385 þúsund í dag. Þar af eru um 60 þúsund manns með erlent ríkisfang. Á móti er um 50 þúsund íslenskir ríkisborgarar búsettir erlendis. Hvort sem er miðað við, þá eru Íslendingar eða landsmenn ákaflega lítill hluti þess mannhafs sem býr á jörðunni, aðeins 0,0048%.

Eins og það er erfitt að skilja háa tölu á borð við 8 milljarða þá er erfitt að skilja svona lágt hlutfall. Það má skýra það með dæmi. Ef mannkynið er fulltíða maður sem er 75 kíló að þyngd þá væru við Íslendingar 3,6 grömm.

Þar sem það er auðvitað áætlun að mannkynið hafi náð yfir 8 milljarða klukkan níu í morgun má geta annarrar áætlunar, að frá upphafi hafi lifað um 117 milljarðar manna á jörðinni.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Skrá mig arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí