Andfélagsleg pólitík kapítalismans

Stjórnmál 4. jan 2023

„Ég hef sagt áður að sú pólitík kapítalismans sem ríkir á stjórnarheimilinu er andfélagsleg. Þetta er pólitík sérhagsmuna sem hafnar velsæld fyrir alla landsmenn,“ segir Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis.

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur velur að nýta ekki þá tekjustofna sem blasa við til að skapa betra samfélag. Formenn stjórnarflokkana velja að styrkja ekki innviðina og almannaþjónustuna með því að nýta sjálfsagða tekjumöguleika ríkisins innan fjárlaganna. Tekjumöguleika eins og hátekjuskatt, bankaskatt, hvalrekaskatt og hækkun fjármagnstekjuskatts – svo ekki sé talað um sanngjarnari skattlagningu fyrir afnot af sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar,“ skrfiar Þórarinn í áramótagrein í Kjarnanum: Stöndum vörð um velferðarsamfélagið þar sem hann segir að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur fjársvelti inniviði samfélagsins, en hlífi þeim ríkustu sem nýta auðlindir þjóðarinnar í eigin þágu.

Þá segir Þórarinn að almenningur búi við hagstjórn sem kallað hefur fram kaupmáttarhrun en verkalýðsfélög heyri ákall félagsfólks sem orðið er langþreytt á að draga alltaf svartapétur.

„Launafólk kallar á endurheimt og styrkingu kaupmáttar, réttlátari skiptingu þjóðarauðsins, breyttar áherslur í skattheimtu, velferðarsamfélag þar sem hinir efnameiri leggja meira til samfélagsins og jafnræði ríkir meðal landsmanna. Það má öllum vera ljóst að kjarasamningaviðræður í vetur verða mjög viðkvæmar og launagreiðendur verða að stíga mjög ákveðin skref í átt til launafólks ef þeir ætla ekki að hætta á að hér endi allt í bullandi átökum.“

Að lokum segir Þórarinn um húsnæðiskreppuna hér á landi, að stjórnvöld hafi ekki markað sér skýra stefnu í þeim málum til framtíðar. Þá segir hann að verktakar hafi verið falin umsjón með húsnæðismarkaðnum.

„Íslensk stjórnvöld hafa ekki enn markað sér stefnu til framtíðar varðandi húsnæði fyrir tekjulágt fólk á vinnumarkaði. Við búum núna við alvarlega húsnæðiskreppu sem skapast hefur bæði af alvarlegum mistökum í hagstjórn og aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar. Í stað þess að byggja að hluta upp húsnæðismarkað með skilgreindu félagslegu hlutverki, eins og verkamannabústaðakerfið var, hefur yfirvaldið falið verktökum húsnæðismarkaðinn og þar með tapað þeirri stöðu að geta haft stýrandi áhrif á mikilvægustu hagsmuni almennings. Stjórnlaus húsnæðismarkaður sem ekki lýtur regluverki félagslegs stöðugleika er óskapnaður.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí