Heimildarþáttur Johannes Dell um Samherjamálið var sendur út á BBC í gær og er aðgengilegur á hlaðvarpsveitum og á vef BBC. Í þættinum ræðir Dell við Jóhannes Stefánsson uppljóstrara, Helga Selja blaðamann og fleiri.
Í þættinum er dregið upp hversu mikil áhrif mútumál Samherja hefur haft í Namibíu og grafið undan áhrifum SWAPO, flokks sem hingað til hefur verið allsráðandi í landinu. Samherjamálið er því ramm pólitískt þar eins og hér, þótt afleiðingarnar séu óljósari hérlendis.
Hlusta má á þáttinn hér: Fishrot: Clear waters, murky dealings