„Eftir 6 ár af allskonar góðu og ekki svo góðu er komið að leiðarlokum. Það er margt sem ég hef verið ósátt við og margt sem ég hef barist fyrir á vettvangi VG. En ég get ekki kennt mig við hreyfingu sem samþykkir þau mannréttindabrot sem nýsamþykkt útlendingafrumvarp felur í sér,“ skrifar Elva Hrönn Hjartardóttir varaþingmaður á Facebook.
Elva Hrönn er annar varaþingmaður Vg sem segir sig úr flokknum vegna stuðnings þingflokksins við útlendingalög Jóns Gunnarssonar.
„Mér þykir enn afar vænt um fólkið í VG en því miður þá get ég ekki staðið á bakvið hreyfingu sem samþykkir skerðingu á réttindum til eins viðkvæmasta hóp samfélagsins,“ skrifaði Daníel E. Arnarson, varaþingmaður Vg og jafnframt framkvæmdastjóri Samtakanna ´78, á Facebook í gær.
Elva Hrönn bauð sig fram til formanns VR en náði ekki kjöri.