Get ekki kennt mig við hreyfingu sem samþykkir mannréttindabrot

Stjórnmál 17. mar 2023

„Eft­ir 6 ár af allskon­ar góðu og ekki svo góðu er komið að leiðarlok­um. Það er margt sem ég hef verið ósátt við og margt sem ég hef bar­ist fyr­ir á vett­vangi VG. En ég get ekki kennt mig við hreyf­ingu sem samþykk­ir þau mann­rétt­inda­brot sem ný­samþykkt út­lend­inga­frum­varp fel­ur í sér,“ skrif­ar Elva Hrönn Hjartardóttir varaþingmaður á Face­book.

Elva Hrönn er annar varaþingmaður Vg sem segir sig úr flokknum vegna stuðnings þingflokksins við útlendingalög Jóns Gunnarssonar.

„Mér þykir enn afar vænt um fólkið í VG en því miður þá get ég ekki staðið á bakvið hreyfingu sem samþykkir skerðingu á réttindum til eins viðkvæmasta hóp samfélagsins,“ skrifaði Daníel E. Arnarson, varaþingmaður Vg og jafnframt framkvæmdastjóri Samtakanna ´78, á Facebook í gær.

Elva Hrönn bauð sig fram til formanns VR en náði ekki kjöri.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Skrá mig arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí