Vantrauststillaga á dómsmálaráðherra

Rétt í þessu lögðu fjórir stjórnarandstöðu þingmenn fram vantraustsyfirlýsingu á Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata, Guðmundur Ingi Kristinsson þingflokksformaður Flokks fólksins, Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar og Þórunn Sveinbjarnardóttir, sem gengnir embætti þingflokksformanns Samfylkingarinnar í fjarveru Loga Einarssonar lögðu fram tillöguna fyrir þingfund sem hófst klukkan þrjú.

Þetta er að sögn þingmannanna vegna þess að ráðherra neitar að afhenda þinginu tilhlíðileg gögn er varða umsóknir innflytjenda um ríkisborgararétt en ráðherrar hafa talið Jón jafnvel hafa brotið lög.

Í umræðunum um minnisblað frá skrifstofu alþingis um málið í gær sagði dómsmálaráðherra nauðsynlegt að skoða möguleg tengsl nefndarfólks við það fólk sem hefði verið veittur ríkisborgararéttur.

Fór það afar þvert í þingmenn enda bein og óbein ásökun falin í orðum hans.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí