Bann við dýrahaldi stéttaskipting

Inga Sæland formaður Flokks fólksins hefur lagt fram frumvarp um breytingu á lögum fjöleignahúsa á þá leið að hunda- og kattahald sé ekki háð leyfi annarra íbúa húsanna. Inga segir núgildandi lög innihalda stéttaskiptingu.

Inga Sæland var í viðtali á Reykjavík síðdegis í dag þar sem hún tók ýmis dæmi máli sínu til stuðnings. „Við erum alltaf að heyra af sorgarsögum í samfélaginu þar sem fólk er orðið eitt eftir jafnvel og það eina sem það hefur í félagsskap er kisinn sinn eða voffinn sem hefur kannski fylgt fólki í mörg ár,“ sagði hún og bætti við að um algjöra mismunun væri að ræða, það væri óréttlátt að einstaklingur þurfi að hafa efni á því að búa í sérbýli eða einbýli til að halda gæludýr.

Inga segir að með breytingunni myndi áfram gilda svokallaður nábýlisréttur og að húsfélög gætu sett sér sérreglur um dýrahald og bannað dýr sem ekki væru húsum hæf.

Eins og lögin eru í dag þurfa 2/3 íbúa fjölbýlanna að samþykkja dýrahald nágranna sinna.

Inga segir fólki mismunað harkalega. „Venjulega er það sá þjóðfélagshópur sem býr við bágustu kjörin sem er níðst á í allar áttir og líka hvað þetta varðar,“ segir hún.

Í gær fór í gang undirskriftalisti til stuðnings frumvarpinu og um kvöldmatarleytið höfðu þegar 3.500 manns skrifað undir hann. Hægt er að skrifa undir listann með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan:

https://listar.island.is/Stydjum/137

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí