ASÍ segir ummæli um flóttafólk til þess fallið að skapa sundrung og óvild

Flóttafólk 21. jún 2023

Miðstjórn ASÍ harmar þá stefnu sem umræða um fólk á flótta hefur tekið undanfarna daga. Að stilla fólki á flótta upp sem byrði á íslensku samfélagi er ekki umræðunni til framdráttar og einungis til þess fallið að skapa sundrung og óvild gagnvart allra berskjölduðustu hópum samfélagsins.

Álag á innviði samfélagsins, á heilbrigðis- og skólakerfi, félagsþjónustu og ekki síst, húsnæðismarkað, er uppsafnaður vandi sem vel hefði mátt bregðast við fyrr. Stjórnmálafólk ber ábyrgð á að hér séu
sterkir innviðir og það er grátlegt að ráðherrar í ríkisstjórn reyni að skorast undan þeirri ábyrgð með því að gera fólk á flótta að blóraböggli fyrir því neyðarástandi sem til dæmis ríkir á húsnæðismarkaði.
Ísland er hluti af alþjóðasamfélaginu og hefur um árabil notið góðs af framlagi aðflutts launafólks til samfélagsins. Innflytjendur hafa auðgað samfélagið og aukið velsæld, hér á landi eins og annars staðar.
Sem þátttakandi í alþjóðasamfélagi getur Ísland ekki skorast undan skyldum sínum gagnvart fólki á flótta.

Miðstjórn ASÍ hefur áður bent á mikilvægi þess að greiða götur umsækjenda um alþjóðlega vernd á löglegan vinnumarkað. Þá er nauðsynlegt að stytta verulega vinnslutíma umsókna um alþjóðlega
vernd. Eins þarf að fjárfesta í inngildingarverkefnum sem styðja flóttafólk í að fá góð störf við hæfi. Miðstjórn ASÍ skorar á stjórnvöld að axla ábyrgð á því verkefni sínu að tryggja sterka innviði og
mannúðlegan húsnæðismarkað og forðast ómálefnalega umræðu um fólk á flótta, en slík umræða er hættuleg og ekki til þess fallin að skapa hér gott samfélag

Frétt af vef Alþýðusambandsins.

Myndin er af Bjarna Benediktssyni sem sagði í gær að þingið hefði brugist í málefnum hælisleitenda og þörf væri aðgerða.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí