Blóðug mótmæli í Senegal

Amnesty International segir að 28 hafi látist í harkalegum mótmælum sem eiga sér stað í Senegal þessa stundina. Amnesty, ásamt öðrum alþjóðlegum hjálparstofnunum, hafa reynt að vekja athygli á alvarleika mótmælanna, þar sem að börn eru farin að taka þátt, og í sumum tilvikum eru þau notuð sem skjöldur gegn lögreglunni (e. human shield).

Mótmælin stafa af því að leiðtogi stjórnarandstöðunnar, Ousmane Sonko, var dæmdur í fangelsi. Eitthvað sem fólk vill meina að sé merki um augljósa spillingu ríkjandi yfirvalda, tilraun til að kæfa niður stjórnarandstöðuna. Reiðin beinist einna helst gegn ríkjandi forseta landsins, Macky Sall, sem tók við embætti 2012 og hefur síðan þá staðið fyrir ítrekuðum og alvarlegum árásum gegn lýðræði landsins, þ.á.m. takmarkanir á fjölmiðlafrelsi, fangelsun á blaðamönnum og pólitískum andstæðingum, ásamt því að hann hefur breytt stjórnarskrá landsins til þess að geta setið lengur í embætti.

En önnur helsta ástæða þessa harkalegu mótmæla er gríðarlega mikið atvinnuleysi ungs fólks, sem sjá enga framtíð fyrir sér, og flykkjast því út á götur í baráttu við lögregluna.

Mikil mótmæli hafa átt sér stað síðustu tvö ár. Mótmælin sem nú eiga sér stað skera sig þó úr að tvennu leyti: bæði í aldri þáttakendana, en samkvæmt blaðamönnum á staðnum er um að ræða börn vel undir 10 ára aldri, ásamt því hversu harkaleg viðbrögð lögreglunnar eru.

Ousmane Sonko var dæmdur í fangelsi fyrir nauðgun – eitthvað sem hann og stuðningsfólk hans segir að sé fullkomin lygi og augljós tilraun til að koma honum frá.

Lýðræði Senegal

Senegal hefur annars verið eitt af þeim Afríkulöndum sem hefur verið mikið hrósað af Alþjóðastofnunum fyrir lýðræðisvæðingu og umbætur í gegnum tíðina. En síðustu ár hefur landið verið plagað af mikilli spillingu, ásamt því að herskáir öfgamúslimar (e. jihad), hafa sett mikinn svip á landið.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí