Fjórða hvert leikskólabarn með erlendan bakgrunn

Innflytjendur 27. jún 2023

Í desember 2022 sóttu tæplega 20 þúsund börn leikskóla á Íslandi og hafði þeim fjölgað um 635 börn frá árinu áður (3,3%). Fjórða hvert leikskólabarn er með erlendan bakgrunn. Alls eru 11% leikskólabarna fædd á Íslandi og eiga annað foreldrið fætt erlendis, 9% eru fædd á Íslandi en báðir foreldrar eru fæddir erlendis, rúm 3% eru innflytjendur og rúmlega 3% hafa annan erlendan bakgrunn.

Börnum með erlent móðurmál og erlent ríkisfang fjölgar

Börn með erlent móðurmál voru 3.335 í desember 2022, eða 16,8% allra leikskólabarna og hafa þau aldrei verið fleiri í íslenskum leikskólum. Pólska er algengasta erlenda móðurmál leikskólabarna eins og undanfarin ár og höfðu 1.063 börn pólsku að móðurmáli. Næst flest börn hafa ensku að móðurmáli (356 börn) og því næst spænsku (166 börn). Mest fjölgaði börnum sem hafa úkraínsku að móðurmáli, úr 16 í 58.

Börnum með erlent ríkisfang fjölgaði einnig og voru 1.973 í desember 2022, eða 9,9% leikskólabarna og hafa þau aldrei verið fleiri. Hlutfallslega fjölgaði börnum mest frá Suður-Ameríku og Asíu.

Rúmlega helmingur eins árs barna sækir leikskóla

Á landsvísu lækkaði hlutfall 1-5 ára barna sem sækja leikskóla um eitt prósentustig á milli áranna 2021 og 2022, eða úr 88% í 87%, þar sem fjölgun barna í leikskólum hélt ekki í við fjölgun barna í þessum aldurshópi á landinu.

Miklu munar á hlutfalli eins árs barna í leikskólum eftir landsvæðum. Þegar á heildina er litið sóttu 54% eins árs barna leikskóla. Á Austurlandi sóttu 82% eins árs barna leikskóla og 74% á Vestfjörðum. Hlutfall eins árs barna í leikskóla var langlægst á Suðurnesjum, eða 19%.

Leikskólabörnum á fyrsta aldursári fækkaði um helming, úr 31 barni árið 2021 í 15 börn árið 2022.

Börnum sem fá stuðning fer fjölgandi

Í desember 2022 nutu 2.320 börn sérstaks stuðnings vegna fötlunar, félagslegra eða tilfinningalegra erfiðleika, eða 11,7% leikskólabarna og hafa aldrei verið fleiri. Eins og undanfarin ár eru fleiri drengir í þessum hópi og nutu 1.491 drengur og 829 stúlkur stuðnings árið 2022.

Frétt Hagstofunnar.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí