Meiri áhugi á hvölum en börnum á flótta

Líbísk barnafjölskylda sem hingað hefur leitað eftir vernd stendur frammi fyrir því að verða send aftur til síns heima þar sem lífi þeirra er ógnað en fjölskyldufaðirinn þurfti að leita á bráðamóttöku síðustu nótt undir stöðugu áreiti íslensku lögreglunnar í gegnum smáskilaboð þar sem ýmist er reynt að höfða til hans sem lögreglumanns eða honum hótað heimsóknum. Börnum og fólki sem glímir við veikindi er ekki hlíft við brottvísunum lengur en tvær einstæðar mæður með ung börn frá Úganda eru í sömu stöðu ásamt fjögurra manna fjölskyldu frá Egyptalandi.

Félagasamtökin réttur barna á flótta hefur vakið athygli á aukningu brottvísana flóttafólks með börn undanfarna daga og segja augljóst að um brottvísanahrynu sé að ræða og ástandið sé skelfilegt. Á FB síðu samtakanna segir: „Upp á síðkastið hefur brottvísunum fjölgað verulega. Við höfum ekki við að svara fólki sem sárbænir okkur um aðstoð. Þá er því ýmist vísað brott úr landi eða látið flytja í önnur bæjarfélög með minna en 24 klst. fyrirvara.

Samtökin segja þetta árvissa atburðarás sem fari í gang í byrjun sumars og segja þetta líkjast því að lögreglan, Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála séu að flýta brottvísunum fyrir sumarfríin sín. Ekki skipti svo máli hvort brottvísanirnar séu löglegar og hvað þá heldur hversu alvarlegar afleiðingar þær hafi á líf fólks. „Það er gatan sem bíður þeirra þegar þeim er vísað úr landi og þar þurfa þau að finna sér sjálf skjól frá hitanum sem fer stundum upp í og yfir 40 gráður.”

Þau börn sem vísað er frá Íslandi eru að sögn samtakanna oft á tíðum í mikilli lífshættu en samt fá þau ekki tækifæri til að greina frá stöðu sinni áður en þeim er hent úr landi. Þorgerður Jörundsdóttir sem skrifar á síðuna segir áhuga fólks á börnum á flótta enn takmarkaðri en áhuga fólks a hvölum en hvalir hafi þó hlotið vernd og skjól í krafti alþjóðasamþykkta um dýravernd.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí