Sameinaðir þingflokkar stjórnarandstöðunnar vilja að þing komi saman

Stjórnmál 8. júl 2023

Formenn þingflokka allra stjórnarandstöðuflokkanna hafa sent Katrínu Jakobsdóttur kröfu um að þing verði kallað saman vegna ágalla á Íslandsbankasölu, stjórnsýslu matvælaráðherra í tengslum við hvalveiðibann og nýbirtrar greinargerðar um málefni Lindarhvols.

Formennirnir vísa til stjórnarskrár þar sem segir hafi Alþingi verið frestað geti forseti lýðveldisins eigi að síður kvatt Alþingi saman til funda ef nauðsyn ber til. Forseta er það og skylt ef ósk berst um það frá meiri hluta alþingismanna.

En hvers vegna vilja þingflokkar Samfylkingar, Pírata, Flokks fólksins, Viðreisnar og Miðflokksins að Alþingi komi saman?

„Í fyrsta lagi þær upplýsingar sem nú hafa birst og varða sölumeðferð á 22,5% hluta í Ísandsbanka og vankanta á þeirri framkvæmd. Framkvæmdin kallaði fram sektargreiðslu Íslandsbanka upp á um 1,2 milljarða og enn á Seðlabankinn eftir að skila úttekt sinni á öðrum söluaðilum útboðsins. Þessu til viðbótar hefur Ríkisendurskoðandi tilkynnt framhaldsúttekt vegna söluferlisins.

Í öðru lagi aðdraganda þeirrar ákvörðunar matvælaráðherra að stöðva veiðar á langreyðum við Ísland sumarið 2023 og möguleg afleidd áhrif hennar.

Í þriðja lagi er óskað eftir því við forsætisráðherra

að hann geri tillögu til forseta Íslands þess efnis að þing verði kallað saman til að ræða þær upplýsingar sem nú hafa birst í greinargerð fyrrverandi setts ríkisendurskoðanda og varða málefni Lindarhvols og meðferð stöðugleikaeigna sem ríkissjóður fékk afhentar í kjölfar uppgjörs við slitabú föllnu bankanna. Rétt er að minna á að fari forsætisráðherra ekki fram á að þing verði kallað saman tryggir stjórnarskráin að meirihluti þingmanna geti farið fram á slíkt.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí