Að minnsta kosti sex flóttamenn drukknuðu í Ermarsundi
Að minnsta kosti sex eru látnir eftir að bátur flóttamanna, sem voru að reyna að komast yfir Ermasundið frá Frakklandi til Bretlands sökk. Franska landhelgisgæslan tilkynnti þetta, og á sama tíma að tekist hafi að bjarga 50 manns.
Um var að ræða einn bát flóttafólks af nokkrum sem gerðu tilraun til að komast yfir sundið á sama tíma. Fjögur skip frá frönsku landhelgisgæslunni ásamt þyrlu tóku þátt í björgunaraðgerðinni með tveimur skipum frá Bretum. Hinir bátarnir voru einnig komin í veruleg vandræði áður en fólkinu var bjargað. Lík hafa fundist við strendur bæjarins Sangatte í Frakklandi samkvæmt Franck Dhersin, bæjarstjóra.
Ekki er meira vitað enn sem komið er, en þetta gerðist snemma í morgun, laugardag.
Samkvæmt tölum frá breskum yfirvöldum hafa yfir 100.000 flóttamenn lagt þessa leið á sig og komist til Bretlands frá árinu 2018.
Myndin tengist fréttinni ekki beint
Við þurfum á þér að halda
Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.
Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.
Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.
Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.
Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.
Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.
Þitt framlag skiptir máli.
Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward